Alonso vonar að velgengni McLaren hjálpi Ferrari 25. júlí 2011 13:08 Fernando Alonso á ráslínunni í Þýskalandi á sunnudaginn. AO mynd; Jens Meyers Fernando Alonso hjá Ferrari varð í öðru sæti í þýska kappakstrinum í gær á eftir Lewis Hamilton hjá McLaren. Hann vonast til þess að McLaren ökumennirnir taki stig af Sebastian Vettel hjá Red Bull í komandi mótum og það hjálpi honum að sækja á Vettel í stigamótinu. Aðspurður í frétt á autosport.com hvort hann ætti möguleika á titilinum sagði Alonso: „Staðan er svipuð og þetta verður erfitt. Ef þeir ljúka alltaf keppni í þriðja og fjórða sæti, þá nægir það þeim", sagði Alonso, en Mark Webber varð þriðji í gær og Vettel fjórði. „Ef það er sjéns að vinna titilinn þá þarf McLaren liðið að vera sterkt, af því þeir þurfa að komast á verðlaunapall og við þurfum að vera á undan þeim að auki. Vonandi getum við verið á verðlaunapallinum í Búdapest, án þess að Vettel verði þar", sagði Alonso, en keppt verður í Ungverjalandi um næstu helgi. Alonso var fjórði á ráslínu í Þýskalandi og var í hörkuslag um sigur við Hamilton og Webber, en varð að sætta sig við annað sætið. „Ég varð annar í Valencia, vann á Silverstone og varð annar hér. Þetta eru þrjár mismunandi brautir, þrjú mismunandi hitastig og þrjár uppstillingar á vél. Það sýnir þolgæði bílsins og hvað við höfum náð að þróa hann", sagði Alonso. Formúla Íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Fernando Alonso hjá Ferrari varð í öðru sæti í þýska kappakstrinum í gær á eftir Lewis Hamilton hjá McLaren. Hann vonast til þess að McLaren ökumennirnir taki stig af Sebastian Vettel hjá Red Bull í komandi mótum og það hjálpi honum að sækja á Vettel í stigamótinu. Aðspurður í frétt á autosport.com hvort hann ætti möguleika á titilinum sagði Alonso: „Staðan er svipuð og þetta verður erfitt. Ef þeir ljúka alltaf keppni í þriðja og fjórða sæti, þá nægir það þeim", sagði Alonso, en Mark Webber varð þriðji í gær og Vettel fjórði. „Ef það er sjéns að vinna titilinn þá þarf McLaren liðið að vera sterkt, af því þeir þurfa að komast á verðlaunapall og við þurfum að vera á undan þeim að auki. Vonandi getum við verið á verðlaunapallinum í Búdapest, án þess að Vettel verði þar", sagði Alonso, en keppt verður í Ungverjalandi um næstu helgi. Alonso var fjórði á ráslínu í Þýskalandi og var í hörkuslag um sigur við Hamilton og Webber, en varð að sætta sig við annað sætið. „Ég varð annar í Valencia, vann á Silverstone og varð annar hér. Þetta eru þrjár mismunandi brautir, þrjú mismunandi hitastig og þrjár uppstillingar á vél. Það sýnir þolgæði bílsins og hvað við höfum náð að þróa hann", sagði Alonso.
Formúla Íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira