Alonso vonar að velgengni McLaren hjálpi Ferrari 25. júlí 2011 13:08 Fernando Alonso á ráslínunni í Þýskalandi á sunnudaginn. AO mynd; Jens Meyers Fernando Alonso hjá Ferrari varð í öðru sæti í þýska kappakstrinum í gær á eftir Lewis Hamilton hjá McLaren. Hann vonast til þess að McLaren ökumennirnir taki stig af Sebastian Vettel hjá Red Bull í komandi mótum og það hjálpi honum að sækja á Vettel í stigamótinu. Aðspurður í frétt á autosport.com hvort hann ætti möguleika á titilinum sagði Alonso: „Staðan er svipuð og þetta verður erfitt. Ef þeir ljúka alltaf keppni í þriðja og fjórða sæti, þá nægir það þeim", sagði Alonso, en Mark Webber varð þriðji í gær og Vettel fjórði. „Ef það er sjéns að vinna titilinn þá þarf McLaren liðið að vera sterkt, af því þeir þurfa að komast á verðlaunapall og við þurfum að vera á undan þeim að auki. Vonandi getum við verið á verðlaunapallinum í Búdapest, án þess að Vettel verði þar", sagði Alonso, en keppt verður í Ungverjalandi um næstu helgi. Alonso var fjórði á ráslínu í Þýskalandi og var í hörkuslag um sigur við Hamilton og Webber, en varð að sætta sig við annað sætið. „Ég varð annar í Valencia, vann á Silverstone og varð annar hér. Þetta eru þrjár mismunandi brautir, þrjú mismunandi hitastig og þrjár uppstillingar á vél. Það sýnir þolgæði bílsins og hvað við höfum náð að þróa hann", sagði Alonso. Formúla Íþróttir Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Fernando Alonso hjá Ferrari varð í öðru sæti í þýska kappakstrinum í gær á eftir Lewis Hamilton hjá McLaren. Hann vonast til þess að McLaren ökumennirnir taki stig af Sebastian Vettel hjá Red Bull í komandi mótum og það hjálpi honum að sækja á Vettel í stigamótinu. Aðspurður í frétt á autosport.com hvort hann ætti möguleika á titilinum sagði Alonso: „Staðan er svipuð og þetta verður erfitt. Ef þeir ljúka alltaf keppni í þriðja og fjórða sæti, þá nægir það þeim", sagði Alonso, en Mark Webber varð þriðji í gær og Vettel fjórði. „Ef það er sjéns að vinna titilinn þá þarf McLaren liðið að vera sterkt, af því þeir þurfa að komast á verðlaunapall og við þurfum að vera á undan þeim að auki. Vonandi getum við verið á verðlaunapallinum í Búdapest, án þess að Vettel verði þar", sagði Alonso, en keppt verður í Ungverjalandi um næstu helgi. Alonso var fjórði á ráslínu í Þýskalandi og var í hörkuslag um sigur við Hamilton og Webber, en varð að sætta sig við annað sætið. „Ég varð annar í Valencia, vann á Silverstone og varð annar hér. Þetta eru þrjár mismunandi brautir, þrjú mismunandi hitastig og þrjár uppstillingar á vél. Það sýnir þolgæði bílsins og hvað við höfum náð að þróa hann", sagði Alonso.
Formúla Íþróttir Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira