McLaren lætur ekki deigan síga eftir sigur 25. júlí 2011 11:25 Lewis Hamilton náði forystu í keppninni í Þýskalandi etir ræsingu mótsins. AP mynd: Martin Meissner Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren liðsins segir að lið sitt muni halda áfram að setja pressu á Sebastian Vettel, sem hefur gott forskot í stigamóti ökumanna. Lewis Hamilton á McLaren vann mót í Þýskalandi í gær, en Vettel varð fjórði á Red Bull bíl sínum. Vettel er enn með afgerandi forskot í stigamóti ökumanna með 216 stig. Mark Webber á Red Bull er með 139, Hamilton 134 og Fernando Alonso á Ferrari 130. Vettel var ekki í slag um sigur í gær. „Við getum ekki valdið mistökum hans. Það eina sem við getum gert er að pressa á hann og ég tel að Sebastian hafi gert mistök hérna. En hann var fullur sjálfstrausts í upphafi tímabilsins og gerði engin mistök. Við verðum að einbeita okkur að því sem við erum að gera. Ef það nægir til að vinna einstök mót, þá verður það frábært", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com í dag. McLaren keppir í Ungverjalandi um næstu helgi og mætir með nýjungar íbílnum, rétt eins og liðið gerði um helgina. „Það er ómögulegt að spá í gang mála, hlutirnir ganga upp og niður. Sigurinn núna segir ekkert að við séum á flugi, en við gætum þó unnið. En við munum leggja hart að okkur að ná árangri í næsta móti. Okkur líkar ekki við að vinna ekki mót. Við höfum trú á okkur og að við getum gert góða hluti og liðið býr yfir innri styrk", sagði Whitmarsh. Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren liðsins segir að lið sitt muni halda áfram að setja pressu á Sebastian Vettel, sem hefur gott forskot í stigamóti ökumanna. Lewis Hamilton á McLaren vann mót í Þýskalandi í gær, en Vettel varð fjórði á Red Bull bíl sínum. Vettel er enn með afgerandi forskot í stigamóti ökumanna með 216 stig. Mark Webber á Red Bull er með 139, Hamilton 134 og Fernando Alonso á Ferrari 130. Vettel var ekki í slag um sigur í gær. „Við getum ekki valdið mistökum hans. Það eina sem við getum gert er að pressa á hann og ég tel að Sebastian hafi gert mistök hérna. En hann var fullur sjálfstrausts í upphafi tímabilsins og gerði engin mistök. Við verðum að einbeita okkur að því sem við erum að gera. Ef það nægir til að vinna einstök mót, þá verður það frábært", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com í dag. McLaren keppir í Ungverjalandi um næstu helgi og mætir með nýjungar íbílnum, rétt eins og liðið gerði um helgina. „Það er ómögulegt að spá í gang mála, hlutirnir ganga upp og niður. Sigurinn núna segir ekkert að við séum á flugi, en við gætum þó unnið. En við munum leggja hart að okkur að ná árangri í næsta móti. Okkur líkar ekki við að vinna ekki mót. Við höfum trú á okkur og að við getum gert góða hluti og liðið býr yfir innri styrk", sagði Whitmarsh.
Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira