Hamilton vann háspennumót og sótti á Vettel í stigakeppni ökumanna 24. júlí 2011 16:26 AP mynd: Petr David Josek Sigur Lewis Hamilton í dag á Nurburgring brautinni í Þýskalandi í dag var McLaren liðinu mikilvægur og sýndi líka að Red Bull liðið ræður ekki lögum og lofum í meistaramótinu í Formúlu 1. Fernando Alonso á Ferrari vann síðustu keppni og forystumaður stigamótsins, Sebastian Vettel hjá Red Bull telur að liðið verði að taka sig á eftir daginn í dag. Mótið á Nurburgring var spennandi frá upphafi til enda, en Hamilton stal strax í ræsingunni fyrsta sætinu af Mark Webber sem hafði verið fremstur á ráslínu. Hamilton, Webber og Alonso börðust síðan af krafti um fyrsta sætið og lengst af mátti vart milli sjá hver þeirra ætti mestu möguleikanna. Þjónustuhléin í mótinu voru mikilvæg og kapparnir skipust á að leiða keppnina, en á lokasprettinum tókst Hamilton að auka forskot sitt á Webber og kom fyrstur í endamark. Bætti þannig stöðu sína í stigamóti ökumanna. Webber varð annar og Alonso þriðji í mótinu í dag, en Vettel tryggði sér fjórða sætið eftir að hafa farið framúr Felipe Massa á Ferrari í þjónustuhléi í lok mótsins. Vettel átti aldrei möguleika á sigri í mótinu, en hann er samt langefstur í stigamótinu sem fyrr og er með 216 stig, en Webber er næstur með 139, þá Hamilton með 134 og Alonso 130. Í keppni bílasmiða er Red Bull með 355 stig, McLaren 243 og Ferrari 192. Lokastaðan í dag 1. Hamilton McLaren-Mercedes 1:37:30.334 2. Alonso Ferrari + 3.980 3. Webber Red Bull-Renault + 9.788 4. Vettel Red Bull-Renault + 47.921 5. Massa Ferrari + 52.252 6. Sutil Force India-Mercedes + 1:26.208 7. Rosberg Mercedes + 1 hringur 8. Schumacher Mercedes + 1 hringur 9. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1 hringur 10. Petrov Renault + 1 hringur Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sigur Lewis Hamilton í dag á Nurburgring brautinni í Þýskalandi í dag var McLaren liðinu mikilvægur og sýndi líka að Red Bull liðið ræður ekki lögum og lofum í meistaramótinu í Formúlu 1. Fernando Alonso á Ferrari vann síðustu keppni og forystumaður stigamótsins, Sebastian Vettel hjá Red Bull telur að liðið verði að taka sig á eftir daginn í dag. Mótið á Nurburgring var spennandi frá upphafi til enda, en Hamilton stal strax í ræsingunni fyrsta sætinu af Mark Webber sem hafði verið fremstur á ráslínu. Hamilton, Webber og Alonso börðust síðan af krafti um fyrsta sætið og lengst af mátti vart milli sjá hver þeirra ætti mestu möguleikanna. Þjónustuhléin í mótinu voru mikilvæg og kapparnir skipust á að leiða keppnina, en á lokasprettinum tókst Hamilton að auka forskot sitt á Webber og kom fyrstur í endamark. Bætti þannig stöðu sína í stigamóti ökumanna. Webber varð annar og Alonso þriðji í mótinu í dag, en Vettel tryggði sér fjórða sætið eftir að hafa farið framúr Felipe Massa á Ferrari í þjónustuhléi í lok mótsins. Vettel átti aldrei möguleika á sigri í mótinu, en hann er samt langefstur í stigamótinu sem fyrr og er með 216 stig, en Webber er næstur með 139, þá Hamilton með 134 og Alonso 130. Í keppni bílasmiða er Red Bull með 355 stig, McLaren 243 og Ferrari 192. Lokastaðan í dag 1. Hamilton McLaren-Mercedes 1:37:30.334 2. Alonso Ferrari + 3.980 3. Webber Red Bull-Renault + 9.788 4. Vettel Red Bull-Renault + 47.921 5. Massa Ferrari + 52.252 6. Sutil Force India-Mercedes + 1:26.208 7. Rosberg Mercedes + 1 hringur 8. Schumacher Mercedes + 1 hringur 9. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1 hringur 10. Petrov Renault + 1 hringur
Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira