Alonso býst við mistökum toppökumanna í dag 24. júlí 2011 10:02 Fernando Alonso hjá Ferrari lætur móðan mása í Þýskalandi. AP mynd: Jens Meyers Tíunda umferð Formúlu 1 meistaramótsins verður á Nurburgring brautinni í Þýskalandi í dag og hefst útsending frá mótinu kl. 11.30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30. Fernando Alonso vann síðustu keppni, sem var á Silverstone með Ferrari liðinu og telur að meiri pressa sé orðinn á ökumönnum Red Bull, þar sem bæði Ferrari og McLaren liðin séu með öflugri bíla en áður. Mark Webber á Red Bull er fremstur á ráslínu í dag, en Lewis Hamilton á McLaren er honum næstur, þá koma Sebastian Vettel á Red Bull og Alonso. „Þetta var ekki auðvelt þegar þeir voru einni sekúndu á undan öllum, en núna er þeir 0.2 sekúndum á undan og þá eru menn ekki með sama sjálfstraust. Það er ekki hægt að undirbúa sig fyrir kappaksturinn með sama hugarfari og hvernig á leggja upp keppnisáætlunina", sagði Alonso í frétt á autosport.com í dag um aukna samkeppni í Formúlu 1. Alonso vill meina meiri hætta sé á mistökum hjá Red Bull eins og hafi sýnt sig í Mónakó og á Silverstone mótinu og liðið hafi ekki sömu yfirburði og áður. Um mótið í dag sagði Alonso: „Við sjáum hvernig veðrið þróast og hve snöggir við erum í bleytu. Það er ekki auðvelt að sigra, en við verðum að vera fljótastir í einhverjum hluta mótsins til að eiga möguleika. Red Bull og McLaren bílarnir voru nærri hvor öðrum í tímatökunni og við verðum að stíga fram í keppninni. Ef rignir þá held ég að einhver af fremstu þremur á ráslínunni ljúki ekki keppninni. Aðstæður verða það vandasamanr. Verðlaunapallurinn er því í augnsýn", sagði Alonso. Brautarlýsing og tölfræði um mótið í dag er á kappakstur.is Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Tíunda umferð Formúlu 1 meistaramótsins verður á Nurburgring brautinni í Þýskalandi í dag og hefst útsending frá mótinu kl. 11.30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30. Fernando Alonso vann síðustu keppni, sem var á Silverstone með Ferrari liðinu og telur að meiri pressa sé orðinn á ökumönnum Red Bull, þar sem bæði Ferrari og McLaren liðin séu með öflugri bíla en áður. Mark Webber á Red Bull er fremstur á ráslínu í dag, en Lewis Hamilton á McLaren er honum næstur, þá koma Sebastian Vettel á Red Bull og Alonso. „Þetta var ekki auðvelt þegar þeir voru einni sekúndu á undan öllum, en núna er þeir 0.2 sekúndum á undan og þá eru menn ekki með sama sjálfstraust. Það er ekki hægt að undirbúa sig fyrir kappaksturinn með sama hugarfari og hvernig á leggja upp keppnisáætlunina", sagði Alonso í frétt á autosport.com í dag um aukna samkeppni í Formúlu 1. Alonso vill meina meiri hætta sé á mistökum hjá Red Bull eins og hafi sýnt sig í Mónakó og á Silverstone mótinu og liðið hafi ekki sömu yfirburði og áður. Um mótið í dag sagði Alonso: „Við sjáum hvernig veðrið þróast og hve snöggir við erum í bleytu. Það er ekki auðvelt að sigra, en við verðum að vera fljótastir í einhverjum hluta mótsins til að eiga möguleika. Red Bull og McLaren bílarnir voru nærri hvor öðrum í tímatökunni og við verðum að stíga fram í keppninni. Ef rignir þá held ég að einhver af fremstu þremur á ráslínunni ljúki ekki keppninni. Aðstæður verða það vandasamanr. Verðlaunapallurinn er því í augnsýn", sagði Alonso. Brautarlýsing og tölfræði um mótið í dag er á kappakstur.is
Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira