Ólafía Þórunn með tveggja högga forskot hjá konunum - erfitt hjá Tinnu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2011 16:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR. Mynd/GVA Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er efst eftir annan dag í meistaraflokki kvenna á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Hólmsvelli í Leiru. Ólafía Þórunn lék á tveimur höggum undir pari í dag eftir að hafa leikið á pari í gær. Hún er því á tveimur höggum undir pari eftir fyrstu 36 holurnar. Ólafía Þórunn er með tveggja högga forskot á Eyglóu Myrru Óskarsdóttur úr Golfklúbbnum Oddi. Eygló Myrra var með forystu um tíma í dag en tapaði tveimur höggum á síðustu tveimur holunum. Ólafía fékk hinsvegar fugl á 18. holunni og kom til baka eftir að hafa fengið skolla á 16. og 17. Signý Arnórsdóttir úr GK er í 3. sæti á þremur höggum yfir pari en GR-ingurinn Berglind Björnsdóttir kemur síðan í 4. sætinu höggi á eftir. Tinna Jóhannsdóttir úr Keili var með forystu eftir fyrsta daginn en hún byrjaði skelfilega í dag. Tinna lék á þremur höggum undir pari í gær (nýtt vallarmet) en tapaði sjö höggum á fyrstu níu holunum í dag. Hún endaði á því að leika á 9 höggum yfir pari eða á tólf höggum meira en í gær. Tinna er í 7. til 9. sæti.Staðan hjá konunum eftir tvo daga á Íslandsmótinu í höggleik: 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR -2 2. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO Par 3. Signý Arnórsdóttir, GK +3 4. Berglind Björnsdóttir, GR +4 5. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG +5 5. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL +5 7. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK +6 7. Þórdís Geirsdóttir, GK +6 7. Tinna Jóhannsdóttir, GK +6 10. Karen Guðnadóttir, GS +11 Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er efst eftir annan dag í meistaraflokki kvenna á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Hólmsvelli í Leiru. Ólafía Þórunn lék á tveimur höggum undir pari í dag eftir að hafa leikið á pari í gær. Hún er því á tveimur höggum undir pari eftir fyrstu 36 holurnar. Ólafía Þórunn er með tveggja högga forskot á Eyglóu Myrru Óskarsdóttur úr Golfklúbbnum Oddi. Eygló Myrra var með forystu um tíma í dag en tapaði tveimur höggum á síðustu tveimur holunum. Ólafía fékk hinsvegar fugl á 18. holunni og kom til baka eftir að hafa fengið skolla á 16. og 17. Signý Arnórsdóttir úr GK er í 3. sæti á þremur höggum yfir pari en GR-ingurinn Berglind Björnsdóttir kemur síðan í 4. sætinu höggi á eftir. Tinna Jóhannsdóttir úr Keili var með forystu eftir fyrsta daginn en hún byrjaði skelfilega í dag. Tinna lék á þremur höggum undir pari í gær (nýtt vallarmet) en tapaði sjö höggum á fyrstu níu holunum í dag. Hún endaði á því að leika á 9 höggum yfir pari eða á tólf höggum meira en í gær. Tinna er í 7. til 9. sæti.Staðan hjá konunum eftir tvo daga á Íslandsmótinu í höggleik: 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR -2 2. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO Par 3. Signý Arnórsdóttir, GK +3 4. Berglind Björnsdóttir, GR +4 5. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG +5 5. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL +5 7. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK +6 7. Þórdís Geirsdóttir, GK +6 7. Tinna Jóhannsdóttir, GK +6 10. Karen Guðnadóttir, GS +11
Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira