Mikið af fiski í Soginu eftir stóra göngu í gær Karl Lúðvíksson skrifar 22. júlí 2011 12:56 Mynd af www.svfr.is Okkar maður við bakkann í Soginu, nánar tiltekið á Bíldsfellinu, Örn Geirsson ásamt félögum, voru búnir að landa 12 löxum en þeir byrjuðu veiðar í gær. Laxinn er allur grálúsugur og vel haldin. Laxarnir voru teknir í Neðra Horni, Efri garði, Neðri Garður, Tóft, Kofastreng og séð laxa í Sakkarhólma en ekki náð neinu þar. Töluvert af laxi virðist vera á öllum stöðum og allt er þetta eins árs lax. Mest hefur þetta verið tekið á Rauðan Frances og maðk. Nokkrum dögum áður sáust selir í Ölfusinu en þeir voru skotnir af vönum manni og það hefur greinilega haft góð áhrif því selurinn getur verið ansi skæður á þessu svæði ef hann liggur lengi í ánni og í skilum Hvítár. Við fáum myndir frá þeim félögum seinna í dag og skellum þeim inn um leið og þær berast. Stangveiði Mest lesið Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Helgarviðtal: Veiddi 94 bleikjur á einum degi Veiði Opið fyrir umsóknir til hreindýraveiða Veiði Straumu kynnst við allar aðstæður Veiði Góð saga af skrifstofuveiðum Veiði Tveir risar úr Vatnsdalsá Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Fyrsti laxinn úr Norðurá kominn á land Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði
Okkar maður við bakkann í Soginu, nánar tiltekið á Bíldsfellinu, Örn Geirsson ásamt félögum, voru búnir að landa 12 löxum en þeir byrjuðu veiðar í gær. Laxinn er allur grálúsugur og vel haldin. Laxarnir voru teknir í Neðra Horni, Efri garði, Neðri Garður, Tóft, Kofastreng og séð laxa í Sakkarhólma en ekki náð neinu þar. Töluvert af laxi virðist vera á öllum stöðum og allt er þetta eins árs lax. Mest hefur þetta verið tekið á Rauðan Frances og maðk. Nokkrum dögum áður sáust selir í Ölfusinu en þeir voru skotnir af vönum manni og það hefur greinilega haft góð áhrif því selurinn getur verið ansi skæður á þessu svæði ef hann liggur lengi í ánni og í skilum Hvítár. Við fáum myndir frá þeim félögum seinna í dag og skellum þeim inn um leið og þær berast.
Stangveiði Mest lesið Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Helgarviðtal: Veiddi 94 bleikjur á einum degi Veiði Opið fyrir umsóknir til hreindýraveiða Veiði Straumu kynnst við allar aðstæður Veiði Góð saga af skrifstofuveiðum Veiði Tveir risar úr Vatnsdalsá Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Fyrsti laxinn úr Norðurá kominn á land Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði