Meistarinn Vettel vill vinna á heimavelli 22. júlí 2011 08:40 Sebastian Vettel, heimsmeistarinn í Formúlu 1. Mynd: Getty Images/Mark Thompson/Red Bull Racing Formúlu 1 meistarinn Sebastain Vettel hjá Red Bull er með forystu í stigamóti ökumanna og keppir á í þýska kappakstrinum Nürburgring brautinni í Þýskalandi um helgina, en tvær æfingar fara fram í dag á brautinni. Vettel er með 80 stiga forskot á liðsfélaga sinn Mark Webber. „Eitt af markmiðum allra Formúlu 1 ökumanna er að vinna á heimavelli. Auðvitað gefur maður alltaf 100% í hlutina, en það er alltaf auka hvatning að vera á heimavelli", sagði Vettel í fréttatilkynningu fré Red Bull um keppni helgarinnar, en ýmist er keppt á Hockenheim brautinni eða Nürburgring í þýska kappakstrinum, en mótshald er annað hvert ár á Nürburgring. „Nürburgring er ein af betri brautunum og nútímaleg. Ég kann sérlega vel við kaflann frá Ford beygjunni að langri 180 gráðu beygju til hægri í dalnum. Þá er Warsteiner beygjan erfið og líka kröpp hægri beygja fyrir hana. Besti staðurinn til framúraksturs er NGK beygjan, sem er vandasöm vinstri-hægri beygja. „Þar er hægt að fara framúr með því að bremsa seint og niður í 100 km hraða. Það hljómar auðvelt, en er það ekki. Maður verður að halda sig frá köntunum, annars komast menn framúr þér aftur. Hæðirnar í Eifel héraðinu er sérstakar og veðrið getur breyst með leifturhraða, eins og um eldingu væri að ræða", sagði Vettel.Sjá brauarlýsingu frá Nürburgring Formúla Íþróttir Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Formúlu 1 meistarinn Sebastain Vettel hjá Red Bull er með forystu í stigamóti ökumanna og keppir á í þýska kappakstrinum Nürburgring brautinni í Þýskalandi um helgina, en tvær æfingar fara fram í dag á brautinni. Vettel er með 80 stiga forskot á liðsfélaga sinn Mark Webber. „Eitt af markmiðum allra Formúlu 1 ökumanna er að vinna á heimavelli. Auðvitað gefur maður alltaf 100% í hlutina, en það er alltaf auka hvatning að vera á heimavelli", sagði Vettel í fréttatilkynningu fré Red Bull um keppni helgarinnar, en ýmist er keppt á Hockenheim brautinni eða Nürburgring í þýska kappakstrinum, en mótshald er annað hvert ár á Nürburgring. „Nürburgring er ein af betri brautunum og nútímaleg. Ég kann sérlega vel við kaflann frá Ford beygjunni að langri 180 gráðu beygju til hægri í dalnum. Þá er Warsteiner beygjan erfið og líka kröpp hægri beygja fyrir hana. Besti staðurinn til framúraksturs er NGK beygjan, sem er vandasöm vinstri-hægri beygja. „Þar er hægt að fara framúr með því að bremsa seint og niður í 100 km hraða. Það hljómar auðvelt, en er það ekki. Maður verður að halda sig frá köntunum, annars komast menn framúr þér aftur. Hæðirnar í Eifel héraðinu er sérstakar og veðrið getur breyst með leifturhraða, eins og um eldingu væri að ræða", sagði Vettel.Sjá brauarlýsingu frá Nürburgring
Formúla Íþróttir Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira