Alfreð Brynjar: Við mættum bara í eins buxum Kolbeinn Tumi Daðason í Leirunni skrifar 21. júlí 2011 17:24 Alfreð Brynjar Kristinsson spilaði frábærlega í Leirunni í dag og endaði á sex undir pari. Alfreð og vinur hans Þórður Ingi voru saman í holli og skörtuðu samskonar bláum buxum. „Það var ekkert að detta á fyrri níu en svo datt fullt niður á seinni níu. Góð tveggja til þriggja metra pútt sem ég var að setja ofan í," sagði Alfreð Brynjar. Alfreð og Þórður klæddust samkonar buxum í Leirunni í gær og voru mjög áþekkir að öðru leyti í klæðaburði. Alfreð tók undir með blaðamanni að þetta snerist líka um klæðaburðinn. „Já, það er dressið. Við erum svo góðir vinir við Þórður. Við þurftum ekki að láta hvorn annan vita. Við mættum bara eins." Það gekk ekki alveg jafnvel hjá Þórði Inga í dag. Hann lauk leik á 76 höggum eða fjórum höggum yfir pari. „Nei, þetta var bara smá stress í byrjun," segir Þórður sem er með skýr markmið fyrir mótið. „Vinna Alfreð í mótinu. Það er klárlega markmiðið. Tíu högg eru ekki neitt," sagði Þórður Ingi. Alfreð segir ekki hægt að útiloka Þórð. „Ef ég þekki hann rétt getur hann dottið í eitthvað zone þannig að maður getur aldrei lokað hann af," sagði Alfreð sem var ánægður með hringinn. „Jú, ég er mjög sáttur. Fleiri pútt hefðu mátt detta. Þetta var mjög gott." Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Alfreð Brynjar Kristinsson spilaði frábærlega í Leirunni í dag og endaði á sex undir pari. Alfreð og vinur hans Þórður Ingi voru saman í holli og skörtuðu samskonar bláum buxum. „Það var ekkert að detta á fyrri níu en svo datt fullt niður á seinni níu. Góð tveggja til þriggja metra pútt sem ég var að setja ofan í," sagði Alfreð Brynjar. Alfreð og Þórður klæddust samkonar buxum í Leirunni í gær og voru mjög áþekkir að öðru leyti í klæðaburði. Alfreð tók undir með blaðamanni að þetta snerist líka um klæðaburðinn. „Já, það er dressið. Við erum svo góðir vinir við Þórður. Við þurftum ekki að láta hvorn annan vita. Við mættum bara eins." Það gekk ekki alveg jafnvel hjá Þórði Inga í dag. Hann lauk leik á 76 höggum eða fjórum höggum yfir pari. „Nei, þetta var bara smá stress í byrjun," segir Þórður sem er með skýr markmið fyrir mótið. „Vinna Alfreð í mótinu. Það er klárlega markmiðið. Tíu högg eru ekki neitt," sagði Þórður Ingi. Alfreð segir ekki hægt að útiloka Þórð. „Ef ég þekki hann rétt getur hann dottið í eitthvað zone þannig að maður getur aldrei lokað hann af," sagði Alfreð sem var ánægður með hringinn. „Jú, ég er mjög sáttur. Fleiri pútt hefðu mátt detta. Þetta var mjög gott."
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira