Hamilton og Button á McLaren stefna á sigur 31. júlí 2011 10:03 Lewis Hamilton á mótssvæðinu í Ungverjalandi. AP mynd: Bela Szandelszky Lewis Hamilton er annar á ráslínu í ungverska Formúlu 1 kappakstrinum í dag og Jenson Button þriðji, en báðir aka á McLaren. Þeir eru staðráðnir í að skáka Sebastian Vettel á Red Bull sem er fremstur á ráslinu, en mótið Ungverjalandi verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.40 í dag. Vettel er með 77 stiga forskot í stigamóti ökumanna, en níu mót eru enn eftir af keppnstímabilinu, en tíu þegar lokið. „Ég er mjög spenntur fyrir kappakstrinum og í ljósi þess að vel gekk á æfingum munum við leggja allt í sölurnar í að halda hraðanum sem við höfum sýnt. Við erum í slagnum og ef ég næ góðu starti þá getum við barist til sigurs", sagði Hamilton um mótið í dag. Hann vann síðustu keppni sem var í Þýskalandi, en Button féll úr leik. Button á möguleika á góðri ræsingu þar sem hann ræsir af stað fyrir aftan Vettel, en þeirra megin er meira grip á brautinnni. Í keppninni í Þýskalandi komst Hamilton framúr Mark Webber á Red Bull í ræsingunni. „Mér hefur ekki gengið vel í tímatökum og menn eiga erfitt um vik ef þeir eru aftar en í fyrstu fjórum sætunum. Það er því jákvætt að vera í stöðu til að stefna á sigur og það er það sem ég mun stefna á", sagði Button eftir tímatökuna í gær. Brautarlýsingu og tölfræði um Hungaroring brautina má finna á kappakstur.is. Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton er annar á ráslínu í ungverska Formúlu 1 kappakstrinum í dag og Jenson Button þriðji, en báðir aka á McLaren. Þeir eru staðráðnir í að skáka Sebastian Vettel á Red Bull sem er fremstur á ráslinu, en mótið Ungverjalandi verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.40 í dag. Vettel er með 77 stiga forskot í stigamóti ökumanna, en níu mót eru enn eftir af keppnstímabilinu, en tíu þegar lokið. „Ég er mjög spenntur fyrir kappakstrinum og í ljósi þess að vel gekk á æfingum munum við leggja allt í sölurnar í að halda hraðanum sem við höfum sýnt. Við erum í slagnum og ef ég næ góðu starti þá getum við barist til sigurs", sagði Hamilton um mótið í dag. Hann vann síðustu keppni sem var í Þýskalandi, en Button féll úr leik. Button á möguleika á góðri ræsingu þar sem hann ræsir af stað fyrir aftan Vettel, en þeirra megin er meira grip á brautinnni. Í keppninni í Þýskalandi komst Hamilton framúr Mark Webber á Red Bull í ræsingunni. „Mér hefur ekki gengið vel í tímatökum og menn eiga erfitt um vik ef þeir eru aftar en í fyrstu fjórum sætunum. Það er því jákvætt að vera í stöðu til að stefna á sigur og það er það sem ég mun stefna á", sagði Button eftir tímatökuna í gær. Brautarlýsingu og tölfræði um Hungaroring brautina má finna á kappakstur.is.
Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira