Rory McIlroy stimplaður sem óþroskuð dekurrófa Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 30. júlí 2011 17:00 Rory McIlroy lét golfsérfræðing fá það óþvegið í Twitterfærslu á dögunum. AFP Rory McIlroy stendur í ströngu eftir að hann skrifaði allt sem hann hugsaði í Twitterfærslu um sjónvarpsþul sem starfar á Golf Channel. Bandaríkjamenn eru allt annað en ánægðir með hversu hreinskilinn Norður-Írinn var í þessari færslu og kylfingurinn hefur nú fengið „stimpil“ sem „óþroskuð og barnaleg dekurrófa“. Hinn 22 ára gamli McIlroy, sem sigraði á opna bandaríska meistaramótinu í júní, sendi golfsérfræðingnum Jay Townsend kalda kveðju á Twitter. Þar sem hann sagði að Townsend einfaldlega að halda kjafti þar sem hann hefði aldrei náði árangri sem atvinnukylfingur sjálfur. Townsend hafði gagnrýnt leiksskipulagið hjá McIlroy á lokaholunni á fyrsta keppnisdegi á opna írska meistaramótinu þar sem hann fékk skramba (+2). Townsend lék sem atvinnumaður í sex ár og hann gagnrýndi McIlroy og kylfusvein hans JP Fitzgerald í Twitterfærslu. „Það var ótrúlegt að sjá leikskipulagið hjá McIlroy, hann ætti að ráða Steve Williams, þar sem að JP leyfði Rory að gera hluti sem á ekki að gera,“ skrifaði Townsend í færslunni. Hann hélt síðan áfram og skrifaði: „Eitt versta leiksskipulag sem ég hef séð, svona lagað sést ekki í keppni hjá 10 ára krökkum,“ skrifaði golfsérfræðingurinn einnig á Twitter. Á þessum tímapunkti fékk Rory nóg og skrifaði færslu sem var frekar einföld og skýr. „Haltu kjaft, þú ert sjónvarpsþulur og uppgjafaratvinnumaður, þín skoðun skiptir engu máli,“ skrifaði McIlroy og deilur þeirra héldu áfram á samskiptasíðunni. Golf Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Rory McIlroy stendur í ströngu eftir að hann skrifaði allt sem hann hugsaði í Twitterfærslu um sjónvarpsþul sem starfar á Golf Channel. Bandaríkjamenn eru allt annað en ánægðir með hversu hreinskilinn Norður-Írinn var í þessari færslu og kylfingurinn hefur nú fengið „stimpil“ sem „óþroskuð og barnaleg dekurrófa“. Hinn 22 ára gamli McIlroy, sem sigraði á opna bandaríska meistaramótinu í júní, sendi golfsérfræðingnum Jay Townsend kalda kveðju á Twitter. Þar sem hann sagði að Townsend einfaldlega að halda kjafti þar sem hann hefði aldrei náði árangri sem atvinnukylfingur sjálfur. Townsend hafði gagnrýnt leiksskipulagið hjá McIlroy á lokaholunni á fyrsta keppnisdegi á opna írska meistaramótinu þar sem hann fékk skramba (+2). Townsend lék sem atvinnumaður í sex ár og hann gagnrýndi McIlroy og kylfusvein hans JP Fitzgerald í Twitterfærslu. „Það var ótrúlegt að sjá leikskipulagið hjá McIlroy, hann ætti að ráða Steve Williams, þar sem að JP leyfði Rory að gera hluti sem á ekki að gera,“ skrifaði Townsend í færslunni. Hann hélt síðan áfram og skrifaði: „Eitt versta leiksskipulag sem ég hef séð, svona lagað sést ekki í keppni hjá 10 ára krökkum,“ skrifaði golfsérfræðingurinn einnig á Twitter. Á þessum tímapunkti fékk Rory nóg og skrifaði færslu sem var frekar einföld og skýr. „Haltu kjaft, þú ert sjónvarpsþulur og uppgjafaratvinnumaður, þín skoðun skiptir engu máli,“ skrifaði McIlroy og deilur þeirra héldu áfram á samskiptasíðunni.
Golf Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira