Ólafur: Styttist í kynslóðaskipti hjá markvörðum landsliðsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. ágúst 2011 16:49 Ólafur Jóhannesson Mynd/Stefán Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari Íslands valdi í dag landsliðshóp sinn fyrir æfingaleikinn gegn Ungverjum í næstu viku. Ólafur valdi markverðina Hannes Þór Halldórsson og Harald Björnsson í hópinn. Ólafur segir kynslóðaskipti framundan hjá markvörðum landsliðsins. Ólafur segist vera að hugsa til framíðar með vali sínu á Hannesi Þór og Haraldi. Haraldur hafi komið inn í hópinn fyrir leikinn gegn Kýpur ytra. Þá hafi Hannes Þór verið í hópnum þegar hann var á mála hjá Fram. „Já, það var kannski hugsunin á bakvið það. Þessir tveir hafa staðið sig einna best af þeim sem við eigum í sumar. Það er ekki langt í að það verði kynslóðaskipti á markvörðum. Þannig að mér fannst upplagt að velja þá að minnsta kosti núna. Þeir fá nasaþefin af því hvernig þetta er.“ Ólafur vill ekkert gefa upp hvort valið nú gefi til kynna hvaða markverðir verði fyrir valinu fyrir leikina gegn Noregi og Kýpur. „Ég útiloka alls ekki Gunnleif. Hann er frábær markvörður en ég ákvað að taka þessa tvo með mér fyrir þennan leik.“ Ólafur segist hafa átt langt spjall við Grétar Rafn Steinsson sem gefi ekki kost á sér að þessu sinni vegna persónulegra ástæðna. Þá hafi Ragnar Sigurðsson ekki verið valinn að þessu sinni. Ragnar dró sig út úr landsliðshópnum gegn Dönum í júní vegna þess að hann stóð í flutningum erlendis. Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi OB Odense í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær vegna meiðsla. Gylfi Þór Sigurðsson hefur einnig glímt við meiðsli. Ólafur reiknar með því að þeir verði klárir gegn Ungverjum. „Rúrik er búinn að vera í smámeiðslum og spilaði reyndar ekki í Evrópukeppninni í gær. Hann verður hugsanlega með á laugardaginn (í dönsku deildinni með OB) og ætti að vera tilbúinn í leikinn. Sama er með Gylfa. Hann er á undirbúningstímabilinu. Menn eru að æfa mikið og þá koma oft upp smámeiðsli hér og þar. En það er ekki alvarlegt,“ segir Ólafur. Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Ingi Skúlason fengu áminningu í leiknum gegn Dönum í júní. Þeir eru því í banni í leiknum gegn Noregi ytra 2. september. „Ég tók þá ákvörðun að velja þá ekki í þann leik enda þessi leikur hugsaður sem undirbúningur fyrir Noregsleikinn. Ég talaði við þá báða og sagði þeim að ég myndi sleppa þeim í þessum leik,“ sagði Ólafur. Ungverjar sitja í 47. sæti heimslistans en Íslendingar í 121. sæti. Það má því reikna með erfiðum leik í Búdapest. „Ég held að næstum því allar þjóðir sem við höfum spilað við hafa verið hærra skrifaðar en við. Þetta er náttúrulega kærkomið tækifæri fyrir okkur að undirbúa okkur og hittast aðeins áður en við spilum leikina við Noreg og Kýpur.“ Ólafur segist ekkert vera farinn að hugsa um næstu undankeppni og hvort hann haldi áfram sem landsliðsþjálfari. „Nei, ég er bara að hugsa um að klára þetta í september. Síðan koma hlutirnir í ljós,“ sagði Ólafur. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Gunnleifur dottinn úr landsliðinu - Guðmundur Reynir valinn Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands sem mætir Ungverjum í vináttuleik ytra miðvikudaginn 10. ágúst. Tveir nýliðar eru í hópnum. Markverðirnir Haraldur Björnsson og Hannes Þór Halldórsson. 3. ágúst 2011 16:00 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Sjá meira
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari Íslands valdi í dag landsliðshóp sinn fyrir æfingaleikinn gegn Ungverjum í næstu viku. Ólafur valdi markverðina Hannes Þór Halldórsson og Harald Björnsson í hópinn. Ólafur segir kynslóðaskipti framundan hjá markvörðum landsliðsins. Ólafur segist vera að hugsa til framíðar með vali sínu á Hannesi Þór og Haraldi. Haraldur hafi komið inn í hópinn fyrir leikinn gegn Kýpur ytra. Þá hafi Hannes Þór verið í hópnum þegar hann var á mála hjá Fram. „Já, það var kannski hugsunin á bakvið það. Þessir tveir hafa staðið sig einna best af þeim sem við eigum í sumar. Það er ekki langt í að það verði kynslóðaskipti á markvörðum. Þannig að mér fannst upplagt að velja þá að minnsta kosti núna. Þeir fá nasaþefin af því hvernig þetta er.“ Ólafur vill ekkert gefa upp hvort valið nú gefi til kynna hvaða markverðir verði fyrir valinu fyrir leikina gegn Noregi og Kýpur. „Ég útiloka alls ekki Gunnleif. Hann er frábær markvörður en ég ákvað að taka þessa tvo með mér fyrir þennan leik.“ Ólafur segist hafa átt langt spjall við Grétar Rafn Steinsson sem gefi ekki kost á sér að þessu sinni vegna persónulegra ástæðna. Þá hafi Ragnar Sigurðsson ekki verið valinn að þessu sinni. Ragnar dró sig út úr landsliðshópnum gegn Dönum í júní vegna þess að hann stóð í flutningum erlendis. Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi OB Odense í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær vegna meiðsla. Gylfi Þór Sigurðsson hefur einnig glímt við meiðsli. Ólafur reiknar með því að þeir verði klárir gegn Ungverjum. „Rúrik er búinn að vera í smámeiðslum og spilaði reyndar ekki í Evrópukeppninni í gær. Hann verður hugsanlega með á laugardaginn (í dönsku deildinni með OB) og ætti að vera tilbúinn í leikinn. Sama er með Gylfa. Hann er á undirbúningstímabilinu. Menn eru að æfa mikið og þá koma oft upp smámeiðsli hér og þar. En það er ekki alvarlegt,“ segir Ólafur. Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Ingi Skúlason fengu áminningu í leiknum gegn Dönum í júní. Þeir eru því í banni í leiknum gegn Noregi ytra 2. september. „Ég tók þá ákvörðun að velja þá ekki í þann leik enda þessi leikur hugsaður sem undirbúningur fyrir Noregsleikinn. Ég talaði við þá báða og sagði þeim að ég myndi sleppa þeim í þessum leik,“ sagði Ólafur. Ungverjar sitja í 47. sæti heimslistans en Íslendingar í 121. sæti. Það má því reikna með erfiðum leik í Búdapest. „Ég held að næstum því allar þjóðir sem við höfum spilað við hafa verið hærra skrifaðar en við. Þetta er náttúrulega kærkomið tækifæri fyrir okkur að undirbúa okkur og hittast aðeins áður en við spilum leikina við Noreg og Kýpur.“ Ólafur segist ekkert vera farinn að hugsa um næstu undankeppni og hvort hann haldi áfram sem landsliðsþjálfari. „Nei, ég er bara að hugsa um að klára þetta í september. Síðan koma hlutirnir í ljós,“ sagði Ólafur.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Gunnleifur dottinn úr landsliðinu - Guðmundur Reynir valinn Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands sem mætir Ungverjum í vináttuleik ytra miðvikudaginn 10. ágúst. Tveir nýliðar eru í hópnum. Markverðirnir Haraldur Björnsson og Hannes Þór Halldórsson. 3. ágúst 2011 16:00 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Sjá meira
Gunnleifur dottinn úr landsliðinu - Guðmundur Reynir valinn Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands sem mætir Ungverjum í vináttuleik ytra miðvikudaginn 10. ágúst. Tveir nýliðar eru í hópnum. Markverðirnir Haraldur Björnsson og Hannes Þór Halldórsson. 3. ágúst 2011 16:00