Webber líklega áfram hjá Red Bull 2012 2. ágúst 2011 17:43 Mark Webber og Helmut Marko hjá Red Bull ræða málin. AP mynd: Martin Meissner Flest bendir til þess að Mark Webber verði áfram hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu á næsta keppnistímabili, en hann er í viðræðum við Christian Horner og samstarfsmenn um áframhaldandi veru hjá liðinu. Samningur hans við liðið rennur út í lok ársins, en Sebastian Vettel er með langtímasamning við Red Bull. „Við erum í viðræðum við Mark um næsta ár og ég geri ráð fyrir að hann verði hérna. Hann er vinsæll innan liðsins og gæti vel átt eftir 2, 3 eða 4 ár. Það er undir honum komið. Hann er mjög samkeppnisfær og hungraður", sagði Horner í frétt á autosport.com í dag. Keppnislið verða í sumarfríi næstu vikurnar, en keppt verður næst á Spa brautinni í Belgíu 26. ágúst. „Það er samkomulag okkar á milli um það að ræða málin í lok sumars. Við erum í góðum samskiptum okkar á milli og samtöl við hann eru hrein og bein. Báðir aðilar hafa áhuga á áframhaldandi samstarfi og við munum setjast niður á næstu vikum á meðan fríinu stendur og skoða næsta ár", sagði Horner. Webber er í öðru sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Flest bendir til þess að Mark Webber verði áfram hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu á næsta keppnistímabili, en hann er í viðræðum við Christian Horner og samstarfsmenn um áframhaldandi veru hjá liðinu. Samningur hans við liðið rennur út í lok ársins, en Sebastian Vettel er með langtímasamning við Red Bull. „Við erum í viðræðum við Mark um næsta ár og ég geri ráð fyrir að hann verði hérna. Hann er vinsæll innan liðsins og gæti vel átt eftir 2, 3 eða 4 ár. Það er undir honum komið. Hann er mjög samkeppnisfær og hungraður", sagði Horner í frétt á autosport.com í dag. Keppnislið verða í sumarfríi næstu vikurnar, en keppt verður næst á Spa brautinni í Belgíu 26. ágúst. „Það er samkomulag okkar á milli um það að ræða málin í lok sumars. Við erum í góðum samskiptum okkar á milli og samtöl við hann eru hrein og bein. Báðir aðilar hafa áhuga á áframhaldandi samstarfi og við munum setjast niður á næstu vikum á meðan fríinu stendur og skoða næsta ár", sagði Horner. Webber er í öðru sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira