Ólafur Björn: Er fullur sjálfstrausts Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. ágúst 2011 20:02 Ólafur Björn Loftsson, kylfingur. Nordic Photos / Getty Images Ólafur Björn Loftsson, sem nú keppir á Wyndham-mótinu á bandarísku atvinnumannaröðinni, var ánægður að loknum fyrsta keppnisdeginum. Ólafur Björn lék á tveimur höggum undir pari eftir að hafa fengið skramba á fyrstu holu. Hann var fljótur að jafna sig á því og fékk þrjá fugla á næstu fimm holum. Hann er sem stendur í 32.-57. sæti af rúmlega 150 kylfingum og því í góðri stöðu fyrir niðurskurðinn á morgun. Þá hefur hann leik klukkan 17.50 að íslenskum tíma. „Ég hef engu að tapa í þessu móti og spilaði grimmt. Ég notaði driver á öllum holum nema einni og hitti allar brautir nema tvær." „Svo var sjálfstraustið gott hjá mér, ég var að koma mér í mörg fuglafæri og náði að setja niður nokkur góð pútt. Það vantaði reyndar aðeins upp á það á seinni níu en ég var samt að koma mér í góða sénsa." „Þetta hefði alveg getað verið enn betri hringur hjá mér í dag og er ég því fullur sjálfstrausts fyrir morgundaginn." Nánar er rætt við Ólaf Björn í Fréttablaðinu á morgun. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ólafur Björn Loftsson, sem nú keppir á Wyndham-mótinu á bandarísku atvinnumannaröðinni, var ánægður að loknum fyrsta keppnisdeginum. Ólafur Björn lék á tveimur höggum undir pari eftir að hafa fengið skramba á fyrstu holu. Hann var fljótur að jafna sig á því og fékk þrjá fugla á næstu fimm holum. Hann er sem stendur í 32.-57. sæti af rúmlega 150 kylfingum og því í góðri stöðu fyrir niðurskurðinn á morgun. Þá hefur hann leik klukkan 17.50 að íslenskum tíma. „Ég hef engu að tapa í þessu móti og spilaði grimmt. Ég notaði driver á öllum holum nema einni og hitti allar brautir nema tvær." „Svo var sjálfstraustið gott hjá mér, ég var að koma mér í mörg fuglafæri og náði að setja niður nokkur góð pútt. Það vantaði reyndar aðeins upp á það á seinni níu en ég var samt að koma mér í góða sénsa." „Þetta hefði alveg getað verið enn betri hringur hjá mér í dag og er ég því fullur sjálfstrausts fyrir morgundaginn." Nánar er rætt við Ólaf Björn í Fréttablaðinu á morgun.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira