McLaren stefnir á að vinna öll mót sem eftir eru 15. ágúst 2011 15:07 Jenson Button hjá McLaren vann síðustu keppni, en hún fram í Ungverjalandi. Mynd: McLaren F1 Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren segir að það eina sem lið sitt geti gert í Formúlu 1 meistarabaráttunni sé að vinna öll 8 mótin sem eftir eru. McLaren er í öðru sæti í stigkeppni bílasmiða, en Lewis Hamilton er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna og Jenson Button fimmti, en þeir eru ökumenn McLaren. Whitmarsh segir ekki ómögulegt að slá Vettel við í stigamóti ökumanna, samkvæmt frétt á autosport.com. Vettel er með gott forskot í stigamóti ökumanna, en liðsfélagi hans Mark Webber er í öðru sæti. „Það verður erfitt, en mögulegt. Það er vandasamt að vinna einstök mót, en það eina sem hægt er að gera er að reyna vinna hverja einustu keppni. Það er ekki hægt að gera meira en það. Það er erfitt að minnka stigamuninn, en það er mögulegt", sagði Whitmarsh. „Auðvitað einbeitum við okkur að meistaramótinu, en þegar maður er ekki í forystu, þá er ekki hægt að hafa of miklar áhyggjur. Ég myndi vilja sjá fyrsta og annað sætið í mótum og það yrði hentugt ef Red Bull er ekki þriðji bíllinn á verðlaunapalli, ef við náum slíkum árangri. Við myndum fagna Ferrari á verðlaunapallinum. Við gefumst aldrei upp. Hvað sem gerist þá stefnum við á að vinna öll mót og það er verðugt viðfangsefni." McLaren hefur unnið tvö síðustu mót. Hamilton vann í Þýskalandi og Button í Ungverjalandi. „Við munum reyna af kappi að vinna öll mót sem við getum. Við erum með tvo frbæra ökumenn, frábært lið og bíllinn er ekki slæmur. Við höfum tekið framförum. Við getum haldið slagkraftinum og getum unnið fleiri mót og það er möguleiki á titli. Erfitt en mögulegt. Whitmarsh telur að Hamilton sé vel stemmdur fyrir mótin sem eftir eru. „Hann er með hugann á réttum stað og hefur trú á því að hann geti unnið. Hann er sólginn í sigur og er sjálfum sér erfiður og tekur nærri sér sem sagt er um hann í fjölmiðlum. Hann er viðkvæmur og er að læra, en það er búist við miklu af honum og álagið því mikið", sagði Whitmarsh. Formúla Íþróttir Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren segir að það eina sem lið sitt geti gert í Formúlu 1 meistarabaráttunni sé að vinna öll 8 mótin sem eftir eru. McLaren er í öðru sæti í stigkeppni bílasmiða, en Lewis Hamilton er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna og Jenson Button fimmti, en þeir eru ökumenn McLaren. Whitmarsh segir ekki ómögulegt að slá Vettel við í stigamóti ökumanna, samkvæmt frétt á autosport.com. Vettel er með gott forskot í stigamóti ökumanna, en liðsfélagi hans Mark Webber er í öðru sæti. „Það verður erfitt, en mögulegt. Það er vandasamt að vinna einstök mót, en það eina sem hægt er að gera er að reyna vinna hverja einustu keppni. Það er ekki hægt að gera meira en það. Það er erfitt að minnka stigamuninn, en það er mögulegt", sagði Whitmarsh. „Auðvitað einbeitum við okkur að meistaramótinu, en þegar maður er ekki í forystu, þá er ekki hægt að hafa of miklar áhyggjur. Ég myndi vilja sjá fyrsta og annað sætið í mótum og það yrði hentugt ef Red Bull er ekki þriðji bíllinn á verðlaunapalli, ef við náum slíkum árangri. Við myndum fagna Ferrari á verðlaunapallinum. Við gefumst aldrei upp. Hvað sem gerist þá stefnum við á að vinna öll mót og það er verðugt viðfangsefni." McLaren hefur unnið tvö síðustu mót. Hamilton vann í Þýskalandi og Button í Ungverjalandi. „Við munum reyna af kappi að vinna öll mót sem við getum. Við erum með tvo frbæra ökumenn, frábært lið og bíllinn er ekki slæmur. Við höfum tekið framförum. Við getum haldið slagkraftinum og getum unnið fleiri mót og það er möguleiki á titli. Erfitt en mögulegt. Whitmarsh telur að Hamilton sé vel stemmdur fyrir mótin sem eftir eru. „Hann er með hugann á réttum stað og hefur trú á því að hann geti unnið. Hann er sólginn í sigur og er sjálfum sér erfiður og tekur nærri sér sem sagt er um hann í fjölmiðlum. Hann er viðkvæmur og er að læra, en það er búist við miklu af honum og álagið því mikið", sagði Whitmarsh.
Formúla Íþróttir Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira