Sport

Arnar meistari 15. árið í röð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Arnar Sigurðsson, tennismaður úr TFK, er Íslandsmeistari utanhúss í tennis 15. árið í röð. Arnar þurfti þó að hafa óvenjulítið fyrir titlinum í ár því Raj Bonifacius, mótherji Arnars í úrslitum, þurfti að gefa leikinn vegna meiðsla.

Leikurinn átti að fara fram í dag klukkan 14. en um hádegið barst fréttatilkynning frá Tennissambandi Íslands þar sem tilkynnt var að Raj hefði þurft að gefa leikinn.

Arnar er því Íslandsmeistari utanhúss 15. árið í röð. Hann vann titilinn fyrst árið 1997 þegar hann var 16 ára. Arnar hefur lítið æft tennis undanfarin tvö ár en þess í stað snúið sér að knattspyrnu. Hann er lykilmaður í liði Tindastóls/Hvatar í 2. deildinni í knattspyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×