McIlroy flytur til Bandaríkjanna - þreyttur á ágengum aðdáendum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. ágúst 2011 09:00 Landar McIlroy vilja eflaust að hann greiði skatt í heimalandinu enda líklegur til þess að þéna vel á næstu árum. Nordic Photos/AFP Norður-Írinn Rory McIlroy sér sig knúinn til þess að flytja til Bandaríkjanna. Hann segir ágenga norður-írska aðdáendur ástæðuna fyrir því að hann geti ekki lengur búið í heimalandinu. McIlroy, sem sigraði á bandaríska meistaramótinu í golfi í júní, segir líf sitt hafa breyst í kjölfarið á sigrinum. „Ég hef þurft að hafa öryggisverði umhverfis húsið mitt allar nætur síðan ég vann opna bandaríska," sagði McIlroy í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð. „Þetta er eitthvað sem ég hef neyðst til þess að gera. Fólk hefur ekið upp innkeyrsluna að húsinu sem er ekki fallega gert. Þetta er erfitt en því miður er heimurinn sem við búum í svona. Ef þú ert í þeirri aðstöðu sem við erum í ertu almenningseign," segir McIlroy. McIlroy hefur verið mikið í fréttum í sumar. Hann hætti með æskuástinni sinni Holly Sweeney nýverið og hefur verið orðaður við dönsku tennisstjörnuna Caroline Wozniacki. Þá hefur hann verið afar virkur á samskiptasíðunni Twitter. „Lífið er erfiðara en það var fyrir þremur mánuðum. Stundum spyrðu sjálfan þig; hvað er að gerast, hvað gengur á? En þetta er það sem ég vildi gera. Þegar þú ert ungur og þig dreymir um að verða atvinnumaður í golfi og vinna stórmót þá hugsarðu bara um að spila fyrir framan fullt af fólki, á stórkostlegum völlum og vinna titla. Þú pælir aldrei í hinni hliðinni og það er sá hluti af þessu sem tekur tíma að venjast. Það er eitthvað sem þú reiknar ekki með," segir McIlRoy. Allt útlit er fyrir að Norður-Írinn bætist í hóp þekktra golfara í West Palm í Flórída-ríki í Bandaríkjunum. Ian Pouler, Ernie Els og Graeme McDowell eiga allir eignir á svæðinu. „Það er fallegt þar (West Palm) og ég æfi töluvert í Bear's klúbbnum þegar ég er vestanhafs þannig að það væri gott að hafa þá aðsöðu. Það væri gott að hafa samastað fyrir dótið sitt þessa þrjá til fjóra mánuði sem maður dvelur þarna. Ég er ekki að leita að neinu öðru en íbúð," segir McIlroy. Golf Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy sér sig knúinn til þess að flytja til Bandaríkjanna. Hann segir ágenga norður-írska aðdáendur ástæðuna fyrir því að hann geti ekki lengur búið í heimalandinu. McIlroy, sem sigraði á bandaríska meistaramótinu í golfi í júní, segir líf sitt hafa breyst í kjölfarið á sigrinum. „Ég hef þurft að hafa öryggisverði umhverfis húsið mitt allar nætur síðan ég vann opna bandaríska," sagði McIlroy í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð. „Þetta er eitthvað sem ég hef neyðst til þess að gera. Fólk hefur ekið upp innkeyrsluna að húsinu sem er ekki fallega gert. Þetta er erfitt en því miður er heimurinn sem við búum í svona. Ef þú ert í þeirri aðstöðu sem við erum í ertu almenningseign," segir McIlroy. McIlroy hefur verið mikið í fréttum í sumar. Hann hætti með æskuástinni sinni Holly Sweeney nýverið og hefur verið orðaður við dönsku tennisstjörnuna Caroline Wozniacki. Þá hefur hann verið afar virkur á samskiptasíðunni Twitter. „Lífið er erfiðara en það var fyrir þremur mánuðum. Stundum spyrðu sjálfan þig; hvað er að gerast, hvað gengur á? En þetta er það sem ég vildi gera. Þegar þú ert ungur og þig dreymir um að verða atvinnumaður í golfi og vinna stórmót þá hugsarðu bara um að spila fyrir framan fullt af fólki, á stórkostlegum völlum og vinna titla. Þú pælir aldrei í hinni hliðinni og það er sá hluti af þessu sem tekur tíma að venjast. Það er eitthvað sem þú reiknar ekki með," segir McIlRoy. Allt útlit er fyrir að Norður-Írinn bætist í hóp þekktra golfara í West Palm í Flórída-ríki í Bandaríkjunum. Ian Pouler, Ernie Els og Graeme McDowell eiga allir eignir á svæðinu. „Það er fallegt þar (West Palm) og ég æfi töluvert í Bear's klúbbnum þegar ég er vestanhafs þannig að það væri gott að hafa þá aðsöðu. Það væri gott að hafa samastað fyrir dótið sitt þessa þrjá til fjóra mánuði sem maður dvelur þarna. Ég er ekki að leita að neinu öðru en íbúð," segir McIlroy.
Golf Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Sjá meira