Stjörnuakstur Schumacher í tímamótakeppni 28. ágúst 2011 20:33 Michael Schumacher vann sig upp í 19 sæti í kappakstrinum á Spa brautinni í dag. AP mynd: Frank Augstein Michael Schumacher sýndi það og sannaði í dag í belgíska Formúlu 1 kappakstrinum að það er enn mikið í hann spunnið sem ökumann í Formúlu 1. Schumacher vann sig upp úr 24 og neðsta sæti á ráslínu í það fimmta. Hann tapaði afturhjóli undan bílnum í gær í tímatökum og ræsti því síðastur af stað í keppnina í dag. Tuttugu ár eru síðan Schumacher hóf að keppa í Formúlu 1 og það var einmitt á Spa brautinni árið 1991 og það sem gerðist í tímatökunni í gær var því áfall fyrir kappann og ekki síður Mercedes liðið. Eitthvað brást í afturhjólabúnaði bílsins þegar Schumacher var tiltölulega nýkominn inn á brautina í tímatökuna. „Þetta var dásamlegur endur á dásamlegri helgi á Spa. Ég hefði ekki getað komist ofar en í fimmta sæti, en það var góð tilfinning að vinna sig upp um 19 sæti", sagði Schumacher. Vinir hans og fjölskylda var á staðnum, auk fjölda áhangenda hans gegnum tíðina. „Það gaf mér aukinn styrk og ég vil þakka öllum stuðninginn. Fólk upplifði spennandi keppni og keppnisáætlun okkar var vel útfærð. Í heildina litið var þetta tilfinningaríkt og mikið um framúrakstur í dag. Ég hafði áhyggjur af því í upphafi að eitthvað af fljúgandi hlutum (eftir samstuð bíla eftir ræsinguna) gæti lent á bíl mínum og skemmt hann, en ég var heppinn og ekkert slíkt gerðist. Eftir það var bara gaman að elta keppinauta uppi og taka framúr", sagði Schumacher. Formúla Íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Michael Schumacher sýndi það og sannaði í dag í belgíska Formúlu 1 kappakstrinum að það er enn mikið í hann spunnið sem ökumann í Formúlu 1. Schumacher vann sig upp úr 24 og neðsta sæti á ráslínu í það fimmta. Hann tapaði afturhjóli undan bílnum í gær í tímatökum og ræsti því síðastur af stað í keppnina í dag. Tuttugu ár eru síðan Schumacher hóf að keppa í Formúlu 1 og það var einmitt á Spa brautinni árið 1991 og það sem gerðist í tímatökunni í gær var því áfall fyrir kappann og ekki síður Mercedes liðið. Eitthvað brást í afturhjólabúnaði bílsins þegar Schumacher var tiltölulega nýkominn inn á brautina í tímatökuna. „Þetta var dásamlegur endur á dásamlegri helgi á Spa. Ég hefði ekki getað komist ofar en í fimmta sæti, en það var góð tilfinning að vinna sig upp um 19 sæti", sagði Schumacher. Vinir hans og fjölskylda var á staðnum, auk fjölda áhangenda hans gegnum tíðina. „Það gaf mér aukinn styrk og ég vil þakka öllum stuðninginn. Fólk upplifði spennandi keppni og keppnisáætlun okkar var vel útfærð. Í heildina litið var þetta tilfinningaríkt og mikið um framúrakstur í dag. Ég hafði áhyggjur af því í upphafi að eitthvað af fljúgandi hlutum (eftir samstuð bíla eftir ræsinguna) gæti lent á bíl mínum og skemmt hann, en ég var heppinn og ekkert slíkt gerðist. Eftir það var bara gaman að elta keppinauta uppi og taka framúr", sagði Schumacher.
Formúla Íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira