Vettel sæll og glaður með sjöunda sigurinn 28. ágúst 2011 20:10 Liðsmenn Red Bull fagna tvöföldum sigri í dag. á Spa brautinni í Belgíu. AP mynd: Frank Augstein Sebastian Vettel á Red Bull er kominn með 92 stiga forskot í stigamóti ökumanna eftir sigur á Spa brautinni í dag. Sjö mótum er enn ólokið, en í mótinu í dag voru skipist forystan 8 sinnum á milli ýmissa ökumanna, en að lokum var það Vettel sem vann sinn sjöunda sigur á árinu. „Ég er sæll og glaður. Mótið í dag var gott, en það reyndi á dekkin. Upphaf mótsins var meira eins könnunar og vísindaleiðangur en kappakstur og við fórnuðum miklum með því að taka hlé snemma", sagði Vettel, en hann hóf keppnina á fremur illa förnum dekkjum eftir harðan sprett í tímatökunum í gær. Sum keppnislið óskuðu eftir því að fá ný dekk fyrir kappaksturinn eftir tímatökuna, ef við þeirri ósk var ekki orðið. Reglan segir að keppendur í fyrstu 10 sætunum verði að hefja keppnina á þeim dekkjum sem þeir nota í lokaumferð tímatökunar, en þau veru berlega slitinn og skemmd á bíl Vettel. „Við vorum samt í góðum gír og við komum í annað þjónustuhlé þegar öryggisbíllinn kom út. (vegna óhapps) Ég get metið dekkin, en þegar maður er á 300 km hraða, þá eru ekki mörg tækifæri til að skoða hlutina. Það var mikilvægt að skoða þetta í þjónustuhléi og ég er ánægður með árangurinn. Þetta var léttir eftir alla umræðuna fyrir keppnina." „Það var mikil umræða um stöðuna í dekkjamálum og það truflaði hefðbundinn undirbúning. En við ákváðum að einbeita okkur að keppninni. Bíllinn var frábær og við lærðum meira og meira um dekkin í hverjum hring, sem gaf mér sjálfstraust til að aka hraðar þegart það var nauðsynlegt", sagði Vettel sem kom á undan liðsfélaga sínum Mark Webber í endamark, en Jenson Button hjá McLaren varð þriðji. Formúla Íþróttir Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Sebastian Vettel á Red Bull er kominn með 92 stiga forskot í stigamóti ökumanna eftir sigur á Spa brautinni í dag. Sjö mótum er enn ólokið, en í mótinu í dag voru skipist forystan 8 sinnum á milli ýmissa ökumanna, en að lokum var það Vettel sem vann sinn sjöunda sigur á árinu. „Ég er sæll og glaður. Mótið í dag var gott, en það reyndi á dekkin. Upphaf mótsins var meira eins könnunar og vísindaleiðangur en kappakstur og við fórnuðum miklum með því að taka hlé snemma", sagði Vettel, en hann hóf keppnina á fremur illa förnum dekkjum eftir harðan sprett í tímatökunum í gær. Sum keppnislið óskuðu eftir því að fá ný dekk fyrir kappaksturinn eftir tímatökuna, ef við þeirri ósk var ekki orðið. Reglan segir að keppendur í fyrstu 10 sætunum verði að hefja keppnina á þeim dekkjum sem þeir nota í lokaumferð tímatökunar, en þau veru berlega slitinn og skemmd á bíl Vettel. „Við vorum samt í góðum gír og við komum í annað þjónustuhlé þegar öryggisbíllinn kom út. (vegna óhapps) Ég get metið dekkin, en þegar maður er á 300 km hraða, þá eru ekki mörg tækifæri til að skoða hlutina. Það var mikilvægt að skoða þetta í þjónustuhléi og ég er ánægður með árangurinn. Þetta var léttir eftir alla umræðuna fyrir keppnina." „Það var mikil umræða um stöðuna í dekkjamálum og það truflaði hefðbundinn undirbúning. En við ákváðum að einbeita okkur að keppninni. Bíllinn var frábær og við lærðum meira og meira um dekkin í hverjum hring, sem gaf mér sjálfstraust til að aka hraðar þegart það var nauðsynlegt", sagði Vettel sem kom á undan liðsfélaga sínum Mark Webber í endamark, en Jenson Button hjá McLaren varð þriðji.
Formúla Íþróttir Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira