Senna sló í gegn á Spa brautinni 27. ágúst 2011 22:48 Bruno Senna er með gullitaðan hjálm, rétt eins og frændi hans Ayrton var með á sínum tíma. Mynd: LAT PHOGRAPHIC/Andrew Ferraro Bruno Senna frá Brasilíu, frændi Ayrtons heitins Senna sló rækilega í gegn í tímatökum fyrir belgíska kappaksturinn, sem fer fram á sunnudag. Senna ók í sínu fyrsta Formúlu 1 móti með Renault og náði sjöunda besta tíma. Hann tók sæti Nick Heidfeld hjá liðinu, sem er ósáttur við að orðið að víkja og málið verður tekið fyrir í dómssal í Bretlandi þann 19. september. En árangur Senna styrkir óneitanlega afstöðu Eric Bouiller, framkvæmdarstjóra Renault sem vildi ráða Senna sem keppnisökumann í stað Heidfeld. „Þetta var auðvitað góð byrjun við erfiðar aðstæður á brautinni, en sumir aðrir ökumenn eru fljótari á þurri braut. Ég virðist vera fljótur við svona aðstæður, en það er margt sem ég þarf enn að sanna. Ég vill vera þolgóður og ef það tekst get ég skapað mér feril", sagði Senna í frétt á autosport.com, en rigning setti svip sinn á tímatökuna í dag. Senna var ökumaður Hispania liðsins í fyrra, en ráðinn varaökumaður hjá Renault í ár, en fékk keppnissætið í stað Heidfeld, þar sem sá síðarnefndi hefur ekki þótt standa sig nógu vel. „Það var stór sigur fyrir mig að komast í lokaumferð tímatökunnar. Ég vissi að ég gæti verið áræðinn, sérstaklega í síðustu hringjunum. Hafði engu að tapa. En ég vildi ekki gera mistök og lenda útaf, þannig að ég tók ekki allt úr mér eða bílnum. En ég var ákveðinn á stöðum sem það var óhætt." „Bouiller vann með mér í GP2 mótaröðinni og veit að ég get verið samkeppnisfær. Hann sýndi mér styrk þegar hann setti mig um borð í bílinn. Fyrst í formi varaökumanns og í keppnisbílinn þessa mótshelgina. Vonandi get ég gert hann stoltan. Það er sjaldgæft að fá svona tækifæri og ég gríp það föstum tökum", sagði Senna. Formúla Íþróttir Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Bruno Senna frá Brasilíu, frændi Ayrtons heitins Senna sló rækilega í gegn í tímatökum fyrir belgíska kappaksturinn, sem fer fram á sunnudag. Senna ók í sínu fyrsta Formúlu 1 móti með Renault og náði sjöunda besta tíma. Hann tók sæti Nick Heidfeld hjá liðinu, sem er ósáttur við að orðið að víkja og málið verður tekið fyrir í dómssal í Bretlandi þann 19. september. En árangur Senna styrkir óneitanlega afstöðu Eric Bouiller, framkvæmdarstjóra Renault sem vildi ráða Senna sem keppnisökumann í stað Heidfeld. „Þetta var auðvitað góð byrjun við erfiðar aðstæður á brautinni, en sumir aðrir ökumenn eru fljótari á þurri braut. Ég virðist vera fljótur við svona aðstæður, en það er margt sem ég þarf enn að sanna. Ég vill vera þolgóður og ef það tekst get ég skapað mér feril", sagði Senna í frétt á autosport.com, en rigning setti svip sinn á tímatökuna í dag. Senna var ökumaður Hispania liðsins í fyrra, en ráðinn varaökumaður hjá Renault í ár, en fékk keppnissætið í stað Heidfeld, þar sem sá síðarnefndi hefur ekki þótt standa sig nógu vel. „Það var stór sigur fyrir mig að komast í lokaumferð tímatökunnar. Ég vissi að ég gæti verið áræðinn, sérstaklega í síðustu hringjunum. Hafði engu að tapa. En ég vildi ekki gera mistök og lenda útaf, þannig að ég tók ekki allt úr mér eða bílnum. En ég var ákveðinn á stöðum sem það var óhætt." „Bouiller vann með mér í GP2 mótaröðinni og veit að ég get verið samkeppnisfær. Hann sýndi mér styrk þegar hann setti mig um borð í bílinn. Fyrst í formi varaökumanns og í keppnisbílinn þessa mótshelgina. Vonandi get ég gert hann stoltan. Það er sjaldgæft að fá svona tækifæri og ég gríp það föstum tökum", sagði Senna.
Formúla Íþróttir Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira