Vettel hefur ekki áhyggjur af sigurleysinu 26. ágúst 2011 23:36 Sebastian Vettel er rólegur yfir stöðunni í Formúlu 1, þó hann hafi ekki unnið þrjú síðustu mót. AP mynd: Yves Logghe Sebastian Vettel, sem er efstur í stigamóti ökumanna segist ekki hafa áhyggjur af því þó hann hafi ekki landað sigri í síðustu mótum. Hann hefur ekki unnið þrjú síðustu mót, en hann vann fimm af sex fyrstu mótum ársins. Fernando Alonso, Lewis Hamilton og Jenson Button unnu sitt mótið hver hvað síðustu þrjú mót varðar. Aðspurður af fréttamönnum á mótsstað helgarinnar á Spa brautinni í Belgíu í frétt á autosport.com hvort hann hefði áhyggjur af gangi mála í síðustu mótum sagði Vettel: „Nei. Alls ekki. Þetta snýst alltaf um hvernig maður snýr hlutunum. Þið eruð þeir sem hafa áhyggjur. Við höfum átt erfitt uppdráttar á stundum, en þetta hefur virkað sem skyldi. Það er engin dramatík og því hef ég ekki áhyggjur", sagði Vettel. „Við skoðum þessa mótshelgina hvar við stöndum. Veðrið er rysjótt og við sjáum hvað setur. Ég er með nokkuð gott sjálfstraust fyrir keppnina. Við höfum lært ýmislegt í síðustu mótum og sjáum hve mikið um helgina." McLaren hefur unnið tvö síðustu mót, en engu að síður er Vettel með gott forskot í stigamóti ökumanna og Red Bull í stigamóti bílasmiða. „Kannski vorum við ekki alveg með á nótunum, en þeim (Mclaren) hefur gengið vel og unnu mótin hreint og beint. Við verðum að sætta okkur við það. Ég kann ekki við það og við verðum að snúa málum okkur í hag. En við virðum líka önnur lið. Ég virði aðra ökumenn og það eru nokkrir góðir í Formúlu 1. Það er engin ósigrandi", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Sebastian Vettel, sem er efstur í stigamóti ökumanna segist ekki hafa áhyggjur af því þó hann hafi ekki landað sigri í síðustu mótum. Hann hefur ekki unnið þrjú síðustu mót, en hann vann fimm af sex fyrstu mótum ársins. Fernando Alonso, Lewis Hamilton og Jenson Button unnu sitt mótið hver hvað síðustu þrjú mót varðar. Aðspurður af fréttamönnum á mótsstað helgarinnar á Spa brautinni í Belgíu í frétt á autosport.com hvort hann hefði áhyggjur af gangi mála í síðustu mótum sagði Vettel: „Nei. Alls ekki. Þetta snýst alltaf um hvernig maður snýr hlutunum. Þið eruð þeir sem hafa áhyggjur. Við höfum átt erfitt uppdráttar á stundum, en þetta hefur virkað sem skyldi. Það er engin dramatík og því hef ég ekki áhyggjur", sagði Vettel. „Við skoðum þessa mótshelgina hvar við stöndum. Veðrið er rysjótt og við sjáum hvað setur. Ég er með nokkuð gott sjálfstraust fyrir keppnina. Við höfum lært ýmislegt í síðustu mótum og sjáum hve mikið um helgina." McLaren hefur unnið tvö síðustu mót, en engu að síður er Vettel með gott forskot í stigamóti ökumanna og Red Bull í stigamóti bílasmiða. „Kannski vorum við ekki alveg með á nótunum, en þeim (Mclaren) hefur gengið vel og unnu mótin hreint og beint. Við verðum að sætta okkur við það. Ég kann ekki við það og við verðum að snúa málum okkur í hag. En við virðum líka önnur lið. Ég virði aðra ökumenn og það eru nokkrir góðir í Formúlu 1. Það er engin ósigrandi", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira