Heidfeld í mál vegna samningsbrots Renault 26. ágúst 2011 23:06 Nick Heidfeld telur sig eiga fullan rétt á því að aka fyrir Renault í Formúlu 1. LAT Photographic/Andrew Ferraro Nick Heidfleld telur að Formúlu 1 lið Renault hafi brotið á sér þegar það ákvað að ráða Bruno Senna sem keppnisökumann í hans stað frá og með mótinu á Spa brautinni í Belgíu um helgina. Málið er komið fyrir dómara í Bretlandi og verður skoðað í kjölinn 19. september, en á meðan ekur Senna fyrir Renault. Heidfeld var ráðinn sem ökumaður Renault í stað Robert Kubica sem meiddist í rallkeppni í vetur, en Eric Bouillier, framkvæmdarstjóri Renault liðsins taldi Heidfeld ekki hafa staðið sig nógu vel á keppnistímabilinu, við hliðina á Vitaly Petrov. Bouiller og aðrir stjórnendur liðsins ákváðu því að skipa Senna í hans stað. Umboðsmaður Heidfeld sagði í frétt á autosport.com að aðgerð Renault væri vonbrigði, en kvaðst vonast eftir sanngjarnri niðurstöðu hjá dómsstólum og að Heidfeld myndi vonandi keyra í keppninni í Síngapúr. „Ég var hissa á niðurstöðu liðsins að skipta mér út. Ég er enn með samning og vill keyra", sagði Heidfeld um málið, en hann mætti á mótsstaðinn í dag klæddur Renault fatnaði, sem kom Eric Bouillier framkvæmdarstjóra liðsins á óvart. „Nick er fínn náungi, en það var eitthvað ekki að virka. Hann leiddi ekki liðið og þegar menn eru hægari en Vitaly, í raun oftast nær, þá er erfitt fyrir hann að pressa á liðið og vera leiðtogi", sagði Bouillier. „Ég er ekki að segja frammistaða okkar sé Nick að kenna. Bíllinn er ekki nógu góður og við höfum gert mistök. En það þurfti að breyta einhverju hjá liðinu og varðandi ökumenn, til að vekja menn upp af blundinum. Það þarf að vekja upp áræðni innan liðsins." Bouiller sagðist telja að Heifeld hefði mætt á mótssvæðið til að vera ekki brotlegur í samningi við liðið, sem er enn með samning þrátt fyrir stöðuna hvað keppnissætið varðar. Málið verður tekið fyrir í London 19. september, en í bili má Senna keyra bíl Renault, bæði á Spa brautinni og í næsta móti á Monza á Ítalíu. Formúla Íþróttir Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Nick Heidfleld telur að Formúlu 1 lið Renault hafi brotið á sér þegar það ákvað að ráða Bruno Senna sem keppnisökumann í hans stað frá og með mótinu á Spa brautinni í Belgíu um helgina. Málið er komið fyrir dómara í Bretlandi og verður skoðað í kjölinn 19. september, en á meðan ekur Senna fyrir Renault. Heidfeld var ráðinn sem ökumaður Renault í stað Robert Kubica sem meiddist í rallkeppni í vetur, en Eric Bouillier, framkvæmdarstjóri Renault liðsins taldi Heidfeld ekki hafa staðið sig nógu vel á keppnistímabilinu, við hliðina á Vitaly Petrov. Bouiller og aðrir stjórnendur liðsins ákváðu því að skipa Senna í hans stað. Umboðsmaður Heidfeld sagði í frétt á autosport.com að aðgerð Renault væri vonbrigði, en kvaðst vonast eftir sanngjarnri niðurstöðu hjá dómsstólum og að Heidfeld myndi vonandi keyra í keppninni í Síngapúr. „Ég var hissa á niðurstöðu liðsins að skipta mér út. Ég er enn með samning og vill keyra", sagði Heidfeld um málið, en hann mætti á mótsstaðinn í dag klæddur Renault fatnaði, sem kom Eric Bouillier framkvæmdarstjóra liðsins á óvart. „Nick er fínn náungi, en það var eitthvað ekki að virka. Hann leiddi ekki liðið og þegar menn eru hægari en Vitaly, í raun oftast nær, þá er erfitt fyrir hann að pressa á liðið og vera leiðtogi", sagði Bouillier. „Ég er ekki að segja frammistaða okkar sé Nick að kenna. Bíllinn er ekki nógu góður og við höfum gert mistök. En það þurfti að breyta einhverju hjá liðinu og varðandi ökumenn, til að vekja menn upp af blundinum. Það þarf að vekja upp áræðni innan liðsins." Bouiller sagðist telja að Heifeld hefði mætt á mótssvæðið til að vera ekki brotlegur í samningi við liðið, sem er enn með samning þrátt fyrir stöðuna hvað keppnissætið varðar. Málið verður tekið fyrir í London 19. september, en í bili má Senna keyra bíl Renault, bæði á Spa brautinni og í næsta móti á Monza á Ítalíu.
Formúla Íþróttir Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira