Senna: Hefur hungrað að komast aftur í keppni 25. ágúst 2011 16:53 Bruno Senna meðal áhorfenda á Spa brautinni í dag. Mynd: Andrew Ferraro/LAT Photographic/Renault F1 Bruno Senna var tilkynntur sem ökumaður Formúlu 1 liðs Renault í gær í stað Nick Heidfeld, en Senna er frá Brasilíu, en hefur keppt í ýmsum mótaröðum síðustu ár. Hann keppti í Formúlu 3 í Bretlandi 2005, en færði sig yfir í GP2 árið 2007 og árið 2008 var hann í baráttu um titilinn í þeirri mótaröð, en varð í öðru sæti. Senna keppt með Hispania liðinu í Formúlu 1 í fyrra, en var síðan ráðinn varaökumaður Renault fyrir þetta tímabil. Heidfeld kom inn í Renault liðið eftir að Robert Kubica meiddist í rallkeppni í vetur, en Senna, sem er 27 ára gamall tekur nú sæti Heidfeld og keppir á Spa brautinni með liðinu ásamt Vitaly Petrov. „Ég er hæstánægður að Renault hefur boðið mér tækifæri til að verða keppnisökumaður. Það er örvun að komast um borð í R31 bílinn og hef fengið mikla reynslu hjá liðinu á þessu tímabili", sagði Senna í fréttatilkynningu frá Renault. Senna keyrði Renault bílinn á föstudagsæfingu í Ungverjalandi á dögunum. „Ég er bæði spenntur og taugaveiklaður - það er eins og jólin og mín erfiðasta prófraun hafa orðið að veruleika á sama degi. En ég er uppveðraður að keppa í Formúlu 1 á ný, sérstaklega með svona stóru liði. Mig hefur hungrað að komast aftur í keppni og það er ekki oft sem maður fær svona tækifæri með liði af þessari stærðargráðu. Mér finnst ég tilbúinn að takast á við verkefnið og er þakklátur liðinu. Ég mun ekki bregðast", sagði Senna. Formúla Íþróttir Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Bruno Senna var tilkynntur sem ökumaður Formúlu 1 liðs Renault í gær í stað Nick Heidfeld, en Senna er frá Brasilíu, en hefur keppt í ýmsum mótaröðum síðustu ár. Hann keppti í Formúlu 3 í Bretlandi 2005, en færði sig yfir í GP2 árið 2007 og árið 2008 var hann í baráttu um titilinn í þeirri mótaröð, en varð í öðru sæti. Senna keppt með Hispania liðinu í Formúlu 1 í fyrra, en var síðan ráðinn varaökumaður Renault fyrir þetta tímabil. Heidfeld kom inn í Renault liðið eftir að Robert Kubica meiddist í rallkeppni í vetur, en Senna, sem er 27 ára gamall tekur nú sæti Heidfeld og keppir á Spa brautinni með liðinu ásamt Vitaly Petrov. „Ég er hæstánægður að Renault hefur boðið mér tækifæri til að verða keppnisökumaður. Það er örvun að komast um borð í R31 bílinn og hef fengið mikla reynslu hjá liðinu á þessu tímabili", sagði Senna í fréttatilkynningu frá Renault. Senna keyrði Renault bílinn á föstudagsæfingu í Ungverjalandi á dögunum. „Ég er bæði spenntur og taugaveiklaður - það er eins og jólin og mín erfiðasta prófraun hafa orðið að veruleika á sama degi. En ég er uppveðraður að keppa í Formúlu 1 á ný, sérstaklega með svona stóru liði. Mig hefur hungrað að komast aftur í keppni og það er ekki oft sem maður fær svona tækifæri með liði af þessari stærðargráðu. Mér finnst ég tilbúinn að takast á við verkefnið og er þakklátur liðinu. Ég mun ekki bregðast", sagði Senna.
Formúla Íþróttir Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira