Sport

Íslandsmótið í brennibolta fer fram á laugardag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Íslandsmótið í brennibolta fer fram í þriðja skipti á laugardaginn. Leikið verður á Klambratúni en í fréttatilkynningu frá Brenniboltafélagi Reykjavíkur segir að búist sé við þátttakendum víðsvegar af landinu.

Þar sem aðeins eru starfrækt kvennalið í brenniboltafélögum landsins geta aðeins lið skipuð konum skráð sig til leiks. Keppt er í fimm manna liðum en skráningarfrestur rennur út á hádegi á fimmtudag.

Þátttökugjald er 1000 kr á leikmann og rennur allur ágóði af mótinu í neyðarsöfnun UNIFCEF á Íslandi fyrir þurrkasvæðin í Afríku.

Skráning fer fram á netfanginu brennibolti@gmail.com.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×