Heidfeld endanlega úr myndinni hjá Renault og Senna ekur áfram 2. september 2011 16:34 Nick Heidfeld mætti á mótssvæðið á Spa brautinni um síðustu helgi, þó hann hefði þurft að víkja sæti hjá Renault. AP Mynd: Frank Augstein Renault liðið tilkynnti í dag að liðið hefði náð samkomulagi við Nick Heidfeld um að keyra ekki meira hjá liðinu, en málið átti að fara fyrir dóm 18. september í Englandi. Heidfeld var ekki sáttur við að víkja sæti fyrir Bruno Senna í síðasta móti og því næsta, en nú er endanlega ljóst að Senna verður ökumaður Renault út tímabilið ásamt Vitaly Petrov. Heidfeld og umboðsmaður hans töldu að hann væri með traustan samning um að keyra út árið og átti að taka málið fyrir hjá breskum dómara eftir mótið á Monza á Ítalíu um aðra helgi. En Heidfeld og Renault hafa náð samkomulagi um að leiðir skilji án þess að til þess komi. „Það hefur verið mikið fjallað um ósætti okkar við Heidfeld og við erum ánægðir að hafa fundið lausn. Skilnaður okkar var sársaukafullur og hvorugur aðilinn vildi fara lagaleiðina. Við erum þakklátir fyrir framlag Heidfeld og áttum góðar stundir saman, ekki síst þegar við náðum Þriðja sæti í Malasíu. Hann er góður og einbeittur ökumaður og við óskum honum velgengni í framtíðinni", sagði Eric Boullier í fréttatilkynningu í dag. Í sömu tilkynningu frá Renault voru ummæli frá Heidfeld. „Augljóslega er ég svekktur að yfirgefa Renault liðið á miðju tímabilinu. Ég taldi að ég hefði eitthvað fram að færa til liðsins, en ég verð að sjá hlutina eins og þeir eru og horfa til framtíðar. Við höfum ákveðið að binda endi á samstarf okkar í dag. Ég vil óska vinum sem ég eignaðist í Enstone (bækistöð Renault liðsins) velgengni til loka tímabilsins. Eitt er víst að ég keppi fljótlega aftur í kappakstri á ný", sagði Heidfeld. Skömmu eftir þessa tilkynningu frá Renault sagði önnur tilkynning að Senna myndi aka í þeim sjö mótum sem eftir eru, eins og hann gerði á Spa. Romain Grosjean verður varaökumaður liðsins, en hann tryggði sér meistaratitilinn í GP2 mótaröðinni um síðustu helgi á Spa brautinni. Formúla Íþróttir Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Renault liðið tilkynnti í dag að liðið hefði náð samkomulagi við Nick Heidfeld um að keyra ekki meira hjá liðinu, en málið átti að fara fyrir dóm 18. september í Englandi. Heidfeld var ekki sáttur við að víkja sæti fyrir Bruno Senna í síðasta móti og því næsta, en nú er endanlega ljóst að Senna verður ökumaður Renault út tímabilið ásamt Vitaly Petrov. Heidfeld og umboðsmaður hans töldu að hann væri með traustan samning um að keyra út árið og átti að taka málið fyrir hjá breskum dómara eftir mótið á Monza á Ítalíu um aðra helgi. En Heidfeld og Renault hafa náð samkomulagi um að leiðir skilji án þess að til þess komi. „Það hefur verið mikið fjallað um ósætti okkar við Heidfeld og við erum ánægðir að hafa fundið lausn. Skilnaður okkar var sársaukafullur og hvorugur aðilinn vildi fara lagaleiðina. Við erum þakklátir fyrir framlag Heidfeld og áttum góðar stundir saman, ekki síst þegar við náðum Þriðja sæti í Malasíu. Hann er góður og einbeittur ökumaður og við óskum honum velgengni í framtíðinni", sagði Eric Boullier í fréttatilkynningu í dag. Í sömu tilkynningu frá Renault voru ummæli frá Heidfeld. „Augljóslega er ég svekktur að yfirgefa Renault liðið á miðju tímabilinu. Ég taldi að ég hefði eitthvað fram að færa til liðsins, en ég verð að sjá hlutina eins og þeir eru og horfa til framtíðar. Við höfum ákveðið að binda endi á samstarf okkar í dag. Ég vil óska vinum sem ég eignaðist í Enstone (bækistöð Renault liðsins) velgengni til loka tímabilsins. Eitt er víst að ég keppi fljótlega aftur í kappakstri á ný", sagði Heidfeld. Skömmu eftir þessa tilkynningu frá Renault sagði önnur tilkynning að Senna myndi aka í þeim sjö mótum sem eftir eru, eins og hann gerði á Spa. Romain Grosjean verður varaökumaður liðsins, en hann tryggði sér meistaratitilinn í GP2 mótaröðinni um síðustu helgi á Spa brautinni.
Formúla Íþróttir Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira