Framfarir hjá Mercedes að mati Rosberg 19. september 2011 16:44 Nico Rosberg ekur með Mercedes Formúlu 1 liðinu. AP mynd: Antonio Calanni Nico Rosberg og Michael Schumacher hjá Formúlu 1 liði Mercedes keppa í Singapúr um næstu helgi, en Rosberg féll úr leik í síðustu keppni á Monza brautinni á Ítalíu á meðan Schumacher náði fimmta sæti. Rosberg hefur þrisvar keppt í Singapúr, en Schumacher keppti þar í fyrsta skipti í fyrra. Þá byrjaði Mercedes að keppa á ný sem Formúlu 1 lið, með þá Rosberg og Schumacher sér til fulltingis. „Ég hlakka til mótsins í Singapúr og þetta er braut sem ég nýt vel. Ég varð í öðru sæti í fyrsta mótinu 2008, þannig að ég á góðar minningar frá þeirri mótshelgi", sagði Rosberg í fréttatilkynningu frá Mercedes. Rosberg segir Singapúr borgina frábæra og hann reynir alltaf að verja tíma þar eftir keppnina með vinum sínum. „Það er gaman að aka sjálfa brautina og er ögrandi verkefni. Það þarf mikla einbeitingu vegna eðli brautarinnar og hún er mjó og afgirt. Eins og alvöru götubraut. Við höfum tekið framfaraskref í síðustu mótum og ég vona að við getum nýtt okkur það á ný í Singapúr", sagði Rosberg. Schumacher kvaðst hafa notið þess vel að keppa í Singapúr í fyrra og að keyra á óvenjulegum tímum, en kappaksturinn fer fram á flóðlýstri braut. „Götubrautin er skemmtileg og nokkuð krefjandi. Það er frábært að áhorfendur komast svo nálægt bílunum á brautinni á götum borgarinnar og sjá alvöru sjónarspil", sagði Schumacher. „Við náðum hagstæðum úrslitum í tveimur síðustu mótunum í Evrópu, á Spa og Monza. Það munu allir leggjast á eitt að ná í stigasæti í mótum í Asíu og í mótum á fjarlægum stöðum", sagði Schumacher, en sex mót eru enn eftir að keppnistímabilinu í ár. Keppt verður í Singapúr um næstu helgi og eftir það verður keppt í Japan, Suður Kóreu, Indlandi, Abu Dhabi og Brasilíu. Formúla Íþróttir Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Nico Rosberg og Michael Schumacher hjá Formúlu 1 liði Mercedes keppa í Singapúr um næstu helgi, en Rosberg féll úr leik í síðustu keppni á Monza brautinni á Ítalíu á meðan Schumacher náði fimmta sæti. Rosberg hefur þrisvar keppt í Singapúr, en Schumacher keppti þar í fyrsta skipti í fyrra. Þá byrjaði Mercedes að keppa á ný sem Formúlu 1 lið, með þá Rosberg og Schumacher sér til fulltingis. „Ég hlakka til mótsins í Singapúr og þetta er braut sem ég nýt vel. Ég varð í öðru sæti í fyrsta mótinu 2008, þannig að ég á góðar minningar frá þeirri mótshelgi", sagði Rosberg í fréttatilkynningu frá Mercedes. Rosberg segir Singapúr borgina frábæra og hann reynir alltaf að verja tíma þar eftir keppnina með vinum sínum. „Það er gaman að aka sjálfa brautina og er ögrandi verkefni. Það þarf mikla einbeitingu vegna eðli brautarinnar og hún er mjó og afgirt. Eins og alvöru götubraut. Við höfum tekið framfaraskref í síðustu mótum og ég vona að við getum nýtt okkur það á ný í Singapúr", sagði Rosberg. Schumacher kvaðst hafa notið þess vel að keppa í Singapúr í fyrra og að keyra á óvenjulegum tímum, en kappaksturinn fer fram á flóðlýstri braut. „Götubrautin er skemmtileg og nokkuð krefjandi. Það er frábært að áhorfendur komast svo nálægt bílunum á brautinni á götum borgarinnar og sjá alvöru sjónarspil", sagði Schumacher. „Við náðum hagstæðum úrslitum í tveimur síðustu mótunum í Evrópu, á Spa og Monza. Það munu allir leggjast á eitt að ná í stigasæti í mótum í Asíu og í mótum á fjarlægum stöðum", sagði Schumacher, en sex mót eru enn eftir að keppnistímabilinu í ár. Keppt verður í Singapúr um næstu helgi og eftir það verður keppt í Japan, Suður Kóreu, Indlandi, Abu Dhabi og Brasilíu.
Formúla Íþróttir Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira