Vettel bjóst ekki við að verða fljótastur 10. september 2011 20:52 Lewis Hamilton, Sebastian Vettel og Jenson Button eftir tímatökuna í dag, en þeir eru í fyrstu þremur sætunum á ráslínu. Vettel er fyrstur, Hamilton annar og Button þriðji. AP mynd: Luca Bruno Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu verður fremstur á ráslínu í Monza Formúlu 1 kappakstrinum á Ítalíu í morgun. Hann náði besta tíma í tímatökunni í dag, en Lewis Hamilton á McLaren verður annar á ráslínunni, Jenson Button þriðji á McLaren og Fernando Alonso á Ferrrari fjórði. Við erum hissa hvað við erum samkeppnisfærir og ég hélt þetta yrði jafnara", sagði Vettel í fréttatilkynningu frá Red Bull í dag, en hann var 0.450 úr sekúndu fljótari en Hamilton í lokaumferð tímatökunnar í dag. Hann sagði að liðsmenn Red Bull hefðu ekki verið vissir hvort dekkin sem notuð voruð í lokaumferðinni nýttust best í fyrsta eða öðrum hring í fyrri atlögu hans af tveimur að ná besta tíma. Vettel gerði mistök í seinni hringnum í fyrstu atlögunni og reyndi svo annað rennsli í lokin á tímatökunni. „Í annarri tilraun vissi ég að ég ætti eitthvað inni, eftir að hafa ekið fyrsta hringinn einn. Í seinni hringnum voru tveir bílar fyrir framan mig og það hjálpar alltaf hérna. Ég hefði samt aldrei búist við að ná besta tíma, þar sem brautin hefur ekki hentað bíl okkar síðustu tvö ár", sagði Vettel. „Bíllinn er góður og ég er mjög ánægður. Auk þess að hafa heppilegra uppsetningu afturvængnum þá er mikilvægt að bíllinn hafi gott jafnvægi í brautinni og það er gott í ár. Mér leið vel í tímatökunni og ég fann hvernig aðstæður á brautinni bötnuðu. Ég fann inn á brautina og það er galdurinn, ef það er eitthvað slíkt til", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu verður fremstur á ráslínu í Monza Formúlu 1 kappakstrinum á Ítalíu í morgun. Hann náði besta tíma í tímatökunni í dag, en Lewis Hamilton á McLaren verður annar á ráslínunni, Jenson Button þriðji á McLaren og Fernando Alonso á Ferrrari fjórði. Við erum hissa hvað við erum samkeppnisfærir og ég hélt þetta yrði jafnara", sagði Vettel í fréttatilkynningu frá Red Bull í dag, en hann var 0.450 úr sekúndu fljótari en Hamilton í lokaumferð tímatökunnar í dag. Hann sagði að liðsmenn Red Bull hefðu ekki verið vissir hvort dekkin sem notuð voruð í lokaumferðinni nýttust best í fyrsta eða öðrum hring í fyrri atlögu hans af tveimur að ná besta tíma. Vettel gerði mistök í seinni hringnum í fyrstu atlögunni og reyndi svo annað rennsli í lokin á tímatökunni. „Í annarri tilraun vissi ég að ég ætti eitthvað inni, eftir að hafa ekið fyrsta hringinn einn. Í seinni hringnum voru tveir bílar fyrir framan mig og það hjálpar alltaf hérna. Ég hefði samt aldrei búist við að ná besta tíma, þar sem brautin hefur ekki hentað bíl okkar síðustu tvö ár", sagði Vettel. „Bíllinn er góður og ég er mjög ánægður. Auk þess að hafa heppilegra uppsetningu afturvængnum þá er mikilvægt að bíllinn hafi gott jafnvægi í brautinni og það er gott í ár. Mér leið vel í tímatökunni og ég fann hvernig aðstæður á brautinni bötnuðu. Ég fann inn á brautina og það er galdurinn, ef það er eitthvað slíkt til", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira