Sandra María: Eins og strákarnir væru að mæta Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2011 10:15 Þór/KA mætir þýska stórliðinu Turbine Potsdam í Meistaradeild kvenna í fótbolta á morgun í fyrsta Evrópuleik norðanstúlkna frá upphafi og það er ekkert smálið komið í heimsókn. Turbine Potsdam hefur komist alla leið í úrslitaleik keppninnar undanfarin tvö ár og vann Meistaradeildina 2010. Þórsarar eru duglegir að hita upp fyrir leikinn og þeir birtu inn á heimasíðu sinni viðtal við leikmennina Rakel Hönnudóttur, Örnu Sif Ásgrímsdóttur, Láru Einarsdóttur og Söndru Maríu Jessen auk þess að tala við þjálfarann Hlyn Eiríksson. „Það er löngu kominn fiðringur í magann og það er líka komið smá stress í bland þegar nær dregur. Ég er bara spennt," sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir í viðtalinu. „Ég held að ég hafi ekki vitað hvað Meistaradeild Evrópu var þegar ég var yngri. Þetta kom ekki til greina þegar ég var tíu ára. Við ætlum bara að hafa gaman af þessu, reyna að fylla völlinn og búa til smá stemmningu," sagði Rakel Hönnudóttir. „Ég er voðalítið búin að kynna mér þær en ég veit bara að það er álíka gott lið eins og strákarnir væru að mæta Barcelona. Þær eru mjög sterkar og það verður erfitt að mæta þeim," sagði Sandra María Jessen. „Ég er orðin mjög spennt fyrir þessum leik enda held ég að það gerist bara einu sinni á lífsleiðinni að maður fái að spila svona leik á móti svona stóru liði," sagði Lára Einarsdóttir. „Auðvitað er það snilld að fá að lenda á móti svona góðu liði því það fá ekki öll lið tækifæri á því. Við erum því heppin," bætti Sandra við en það má sjá öll þessi viðtöl með því að smella hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Þór/KA mætir þýska stórliðinu Turbine Potsdam í Meistaradeild kvenna í fótbolta á morgun í fyrsta Evrópuleik norðanstúlkna frá upphafi og það er ekkert smálið komið í heimsókn. Turbine Potsdam hefur komist alla leið í úrslitaleik keppninnar undanfarin tvö ár og vann Meistaradeildina 2010. Þórsarar eru duglegir að hita upp fyrir leikinn og þeir birtu inn á heimasíðu sinni viðtal við leikmennina Rakel Hönnudóttur, Örnu Sif Ásgrímsdóttur, Láru Einarsdóttur og Söndru Maríu Jessen auk þess að tala við þjálfarann Hlyn Eiríksson. „Það er löngu kominn fiðringur í magann og það er líka komið smá stress í bland þegar nær dregur. Ég er bara spennt," sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir í viðtalinu. „Ég held að ég hafi ekki vitað hvað Meistaradeild Evrópu var þegar ég var yngri. Þetta kom ekki til greina þegar ég var tíu ára. Við ætlum bara að hafa gaman af þessu, reyna að fylla völlinn og búa til smá stemmningu," sagði Rakel Hönnudóttir. „Ég er voðalítið búin að kynna mér þær en ég veit bara að það er álíka gott lið eins og strákarnir væru að mæta Barcelona. Þær eru mjög sterkar og það verður erfitt að mæta þeim," sagði Sandra María Jessen. „Ég er orðin mjög spennt fyrir þessum leik enda held ég að það gerist bara einu sinni á lífsleiðinni að maður fái að spila svona leik á móti svona stóru liði," sagði Lára Einarsdóttir. „Auðvitað er það snilld að fá að lenda á móti svona góðu liði því það fá ekki öll lið tækifæri á því. Við erum því heppin," bætti Sandra við en það má sjá öll þessi viðtöl með því að smella hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira