Kobayashi telur jákvætt að keppt sé í Japan eftir náttúruhamfarirnar 27. september 2011 14:36 Formúlu 1 ökumaðurinn japanski Kamui Kobayashi hefur stutt þjóð sína á ýmsan hátt eftir nátturuhamfarirnar í mars. MYND: SAUBER MOTORSPORT AG Japanski Formúlu 1 ökumaðurinn Kamui Kobayashi verður á heimavelli í næstu keppni, sem verður í Japan um aðra helgi. Hann hefur stutt landa sína með ráði og dáð eftir náttúruhamfarirnar í Japan fyrr á árinu og útbjó m.a. rafræna Formúlu 1 bók í samstarfi við ökumenn og keppnisliðin til styrktar Rauða krossinum í Japan. Nátturuhamfarirnr í Japan voru í heimsfréttunum í mars og Formúlu 1 lið merktu bíla sína með stuðningskveðju til hana japönsku þjóðinni í fyrsta móti ársins. „Fréttirnar versnuðu og versnuðu og mér finnst þjóðin hafa jafnað sig merkilega vel. Það er af því við fengum mikla alþjóðlega aðstoð og japanska þjóðin er sterk og fólk styður hvort annað. Það er langt í land, en framfarirnar hafa verið verulegar", sagði Kobayashi um málið. Um tíma var rætt um hvort hætta þyrfti við Formúlu 1 mótið vegna ástandsins í Japan, en það mun fara frá á Suzuka brautinni, sem er í uppáhaldi hjá mörgu ökumönnum. „Mótið er mikið mál í Japan og jákvætt fyrir fólkið og landið og líka útaf athyglinni sem landið fær um allan heim. Mótið færir fólki gleði og það nýtur íþróttarinnar vel. Við munum því keppa þar eins og síðustu ár, þrátt fyrir hörmungarnar sem gengu yfir landið. Ég var á æfingum í Barcelona þegar fréttir bárust af hamförunum og það var erfitt að einbeita sér. Ég spáði í kjarnorkuslysið í Chernobyl og spáði í hvort samskonar aðstæður yrðu í okkar litla landi og hvort ég gæti farið heim aftur. Þetta var erfitt og tilfinningaþrungið", sagði Kobayashi. Kobayashi gaf út rafræna Formúlu 1 bók sem er enn seld á netinu, en hann hefur boðið 60 manns til að heimsækja Sauber liðið á mótinu í Japan. Hluti hópsins er í kór sem mun syngja þjóðsönginn í beinni ústendingu frá brautinni. Hópurinn er einu af svæðunum sem lenti í náttúruhamförunum í mars. Formúla Íþróttir Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Japanski Formúlu 1 ökumaðurinn Kamui Kobayashi verður á heimavelli í næstu keppni, sem verður í Japan um aðra helgi. Hann hefur stutt landa sína með ráði og dáð eftir náttúruhamfarirnar í Japan fyrr á árinu og útbjó m.a. rafræna Formúlu 1 bók í samstarfi við ökumenn og keppnisliðin til styrktar Rauða krossinum í Japan. Nátturuhamfarirnr í Japan voru í heimsfréttunum í mars og Formúlu 1 lið merktu bíla sína með stuðningskveðju til hana japönsku þjóðinni í fyrsta móti ársins. „Fréttirnar versnuðu og versnuðu og mér finnst þjóðin hafa jafnað sig merkilega vel. Það er af því við fengum mikla alþjóðlega aðstoð og japanska þjóðin er sterk og fólk styður hvort annað. Það er langt í land, en framfarirnar hafa verið verulegar", sagði Kobayashi um málið. Um tíma var rætt um hvort hætta þyrfti við Formúlu 1 mótið vegna ástandsins í Japan, en það mun fara frá á Suzuka brautinni, sem er í uppáhaldi hjá mörgu ökumönnum. „Mótið er mikið mál í Japan og jákvætt fyrir fólkið og landið og líka útaf athyglinni sem landið fær um allan heim. Mótið færir fólki gleði og það nýtur íþróttarinnar vel. Við munum því keppa þar eins og síðustu ár, þrátt fyrir hörmungarnar sem gengu yfir landið. Ég var á æfingum í Barcelona þegar fréttir bárust af hamförunum og það var erfitt að einbeita sér. Ég spáði í kjarnorkuslysið í Chernobyl og spáði í hvort samskonar aðstæður yrðu í okkar litla landi og hvort ég gæti farið heim aftur. Þetta var erfitt og tilfinningaþrungið", sagði Kobayashi. Kobayashi gaf út rafræna Formúlu 1 bók sem er enn seld á netinu, en hann hefur boðið 60 manns til að heimsækja Sauber liðið á mótinu í Japan. Hluti hópsins er í kór sem mun syngja þjóðsönginn í beinni ústendingu frá brautinni. Hópurinn er einu af svæðunum sem lenti í náttúruhamförunum í mars.
Formúla Íþróttir Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira