Með teknó- og þungarokksplötu á teikniborðinu Birgir Örn Steinarsson skrifar 27. september 2011 13:28 Sala á nýjustu plötu Mugison af heimasíðu hans fór vel af stað um helgina en rúmlega 500 stykki seldust á tveimur dögum eftir að opnaði fyrir sölu kl. 15 á föstudag. Mugison greindi frá þessu í útvarpsþættinum Vasadiskó á sunnudag þar sem hann frumflutti einnig tvö lög af plötunni. Þau hétu Áfall, rokkari er fæddist eftir áhyggjur eiginkonu hans á svimaköstum er popparinn fær eftir löng heit böð, og Kletturinn sem hlýtur að verða næsti slagari af plötunni. Í viðtalinu greindi Mugison einnig frá því að hann væri í raun með tvær aðrar plötur á teikniborðinu. Hins vegar rafræna plötu er hann er langt kominn með en þar fær sérsmíðað hljóðfæri hans Mír-strument að njóta sín til fullnustu. Hin platan hefur aftur á móti vinnuheitið "Mugi-metall" og mun innihalda níðþunga metaltóna, ef hún verður nokkurn tímann kláruð. "Ég og Addi trommari erum alltaf að hvetja hvorn annann áfram yfir bjórglasi á túrum að gera þyngstu metalplötu Íslandssögunnar," sagði Mugison. "En svo yfirleitt daginn eftir minnumst við ekkert á það meira. Ég hef verið að safna lagahugmyndum á hana í möppu á tölvunni minni. Upptökur af gítarriffum og öðru sem mig langar til þess að þróa í þá átt." Mugison heldur útgáfutónleika sína fyrir Haglél í Fríkirkjunni á laugardag. Fylgist með Vasadiskó á Fésbókinni. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Sala á nýjustu plötu Mugison af heimasíðu hans fór vel af stað um helgina en rúmlega 500 stykki seldust á tveimur dögum eftir að opnaði fyrir sölu kl. 15 á föstudag. Mugison greindi frá þessu í útvarpsþættinum Vasadiskó á sunnudag þar sem hann frumflutti einnig tvö lög af plötunni. Þau hétu Áfall, rokkari er fæddist eftir áhyggjur eiginkonu hans á svimaköstum er popparinn fær eftir löng heit böð, og Kletturinn sem hlýtur að verða næsti slagari af plötunni. Í viðtalinu greindi Mugison einnig frá því að hann væri í raun með tvær aðrar plötur á teikniborðinu. Hins vegar rafræna plötu er hann er langt kominn með en þar fær sérsmíðað hljóðfæri hans Mír-strument að njóta sín til fullnustu. Hin platan hefur aftur á móti vinnuheitið "Mugi-metall" og mun innihalda níðþunga metaltóna, ef hún verður nokkurn tímann kláruð. "Ég og Addi trommari erum alltaf að hvetja hvorn annann áfram yfir bjórglasi á túrum að gera þyngstu metalplötu Íslandssögunnar," sagði Mugison. "En svo yfirleitt daginn eftir minnumst við ekkert á það meira. Ég hef verið að safna lagahugmyndum á hana í möppu á tölvunni minni. Upptökur af gítarriffum og öðru sem mig langar til þess að þróa í þá átt." Mugison heldur útgáfutónleika sína fyrir Haglél í Fríkirkjunni á laugardag. Fylgist með Vasadiskó á Fésbókinni.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira