Vettel og Red Bull vilja taka titilinn með trompi 26. september 2011 15:51 Red Bull menn fagna árangrinum á brautinni í Singapúr í gær. AP MYND: TERENCE TAN Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðsins segir að liðið og Sebastian Vettel vilji landa meistaratitli ökumanna með sigri í næsta móti sem er í Japan eftir hálfan mánuð. Vettel nægir tíunda sætið í mótinu og eitt stig, til að verða meistari þegar fimm mótum er ólokið á tímabilinu. Aðeins Jenson Button getur skákað honum í titilslagnum. Til þess þarf hann að vinna öll 5 mótin sem eftir eru og Vettel má ekki fá stigi í neinu þeirra. „Ég leyfi mér að hugsa það að við verðum að reyna verulega mikið til að tapa þessu niður. Það er aðeins tveir inn í myndinni núna. Það vantar aðeins eitt stig, en þetta er ekki búið fyrr en það er búið", sagði Horner í frétt á autosport.com. „Við munum fara til Japan með sömu aðferðarfræði í fararteskinu og í Singapúr og í öllum öðrum mótum. Að gera okkar besta og gæta að því að ná í þetta eina stig. En við munum líka stefna á sigur að auki." „Það væri frábært að að klára þetta með stæl. Þetta er búið að vera frábært tímabil til þessa." Suzuka brautin í Japan ætti að henta Red Bull bíl Vettel og Mark Webber vel, en Webber varð í þriðja sæti í mótinu í Singapúr í gær, á eftir Vettel og Jenson Button hjá McLaren liðinu. „Það eru fimm mót eftir og við munum leggja okkur alla fram til loka meistaramótsins", sagði Horner. Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðsins segir að liðið og Sebastian Vettel vilji landa meistaratitli ökumanna með sigri í næsta móti sem er í Japan eftir hálfan mánuð. Vettel nægir tíunda sætið í mótinu og eitt stig, til að verða meistari þegar fimm mótum er ólokið á tímabilinu. Aðeins Jenson Button getur skákað honum í titilslagnum. Til þess þarf hann að vinna öll 5 mótin sem eftir eru og Vettel má ekki fá stigi í neinu þeirra. „Ég leyfi mér að hugsa það að við verðum að reyna verulega mikið til að tapa þessu niður. Það er aðeins tveir inn í myndinni núna. Það vantar aðeins eitt stig, en þetta er ekki búið fyrr en það er búið", sagði Horner í frétt á autosport.com. „Við munum fara til Japan með sömu aðferðarfræði í fararteskinu og í Singapúr og í öllum öðrum mótum. Að gera okkar besta og gæta að því að ná í þetta eina stig. En við munum líka stefna á sigur að auki." „Það væri frábært að að klára þetta með stæl. Þetta er búið að vera frábært tímabil til þessa." Suzuka brautin í Japan ætti að henta Red Bull bíl Vettel og Mark Webber vel, en Webber varð í þriðja sæti í mótinu í Singapúr í gær, á eftir Vettel og Jenson Button hjá McLaren liðinu. „Það eru fimm mót eftir og við munum leggja okkur alla fram til loka meistaramótsins", sagði Horner.
Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira