Stewart: Hamilton þarf að skoða hugarástand sitt 26. september 2011 14:25 Lewis Hamilton ekur með McLaren Formúlu 1 liðinu. AP MYND: Eugene Hoshiko Jackie Stewart sem er þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1 telur að Lewis Hamilton hjá McLaren þurfi að nálgast aksturinn á annan hátt í mótum en raunin er á köflum. Hamilton ók aftan á Ferrari ökumanninn Felipe Massa í keppninni í Singapúr í gær og hefur lent í óhöppum á þessu ári sem hann var valdur að. „Ég er dálítið áttaviltur af því hann (Hamilton) kann að keyra og hefur mikla hæfileika frá náttúrunnar hendi. En ef hann á að verða framúrskarandi ökumaður, þá getur hann ekki verið að lenda í ógöngum hvað eftir annað. Frægustu ökumennirnir voru ekki að upplifa slíkt", sagði Stewart í frétt á autosport.com um Hamilton. Massa var mjög ósáttur við aksturslag Hamilton í mótinu í Singapúr, en áreksturinn á milli þeirra sprengdi afturdekk á bíl Massa, en framvængurinn brotnaði á bíl Hamilton. „Hann hefur allt til að bera, en einhvern veginn þá dettur hann úr gír andlega séð, eins og í Singapúr, í tímatökunni munaði litlu að hann lenti í ógöngum sem hefðu getað þýtt að hann hefði ekki klárað tímatökuna", sagði Stewart, en Hamilton var að reyna komast framúr Massa í krappri beygju í það skiptið í upphitunarhring fyrir atlögu að hröðum hring. „Áreksturinn í keppninni var óþarfi. Ég held að hann þurfi að skoða hugarástand sitt. Hann er með faglegu hæfileikanna, en hann er of oft að lenda í ógöngum. Michael Schumacher hefur lent í því sama", sagði Stewart. Hamilton og Massa lentu í karpi fyrir framan myndavélar fréttamanna eftir keppnina í Singapúr, samkvæmt frétt autosport.com og Hamilton dró sig í hlé frá fréttamönnum eftir það. Anthony faðir Hamilton, sem var umboðsmaður hans áður en leiðir þeirra skildu hvað það varðar telur að Hamilton þurfi á því að halda að hann hafi umboðsmann til staðar á mótssvæðum, eins og aðrir ökumenn. Mikið álag er á ökumönnum á mótssvæðum. XIX Management fyrirtækið er með Hamilton á sínum snærum, er umboðsaðili hans, en sér einnig um kappa eins og David Beckham. Formúla Íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Jackie Stewart sem er þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1 telur að Lewis Hamilton hjá McLaren þurfi að nálgast aksturinn á annan hátt í mótum en raunin er á köflum. Hamilton ók aftan á Ferrari ökumanninn Felipe Massa í keppninni í Singapúr í gær og hefur lent í óhöppum á þessu ári sem hann var valdur að. „Ég er dálítið áttaviltur af því hann (Hamilton) kann að keyra og hefur mikla hæfileika frá náttúrunnar hendi. En ef hann á að verða framúrskarandi ökumaður, þá getur hann ekki verið að lenda í ógöngum hvað eftir annað. Frægustu ökumennirnir voru ekki að upplifa slíkt", sagði Stewart í frétt á autosport.com um Hamilton. Massa var mjög ósáttur við aksturslag Hamilton í mótinu í Singapúr, en áreksturinn á milli þeirra sprengdi afturdekk á bíl Massa, en framvængurinn brotnaði á bíl Hamilton. „Hann hefur allt til að bera, en einhvern veginn þá dettur hann úr gír andlega séð, eins og í Singapúr, í tímatökunni munaði litlu að hann lenti í ógöngum sem hefðu getað þýtt að hann hefði ekki klárað tímatökuna", sagði Stewart, en Hamilton var að reyna komast framúr Massa í krappri beygju í það skiptið í upphitunarhring fyrir atlögu að hröðum hring. „Áreksturinn í keppninni var óþarfi. Ég held að hann þurfi að skoða hugarástand sitt. Hann er með faglegu hæfileikanna, en hann er of oft að lenda í ógöngum. Michael Schumacher hefur lent í því sama", sagði Stewart. Hamilton og Massa lentu í karpi fyrir framan myndavélar fréttamanna eftir keppnina í Singapúr, samkvæmt frétt autosport.com og Hamilton dró sig í hlé frá fréttamönnum eftir það. Anthony faðir Hamilton, sem var umboðsmaður hans áður en leiðir þeirra skildu hvað það varðar telur að Hamilton þurfi á því að halda að hann hafi umboðsmann til staðar á mótssvæðum, eins og aðrir ökumenn. Mikið álag er á ökumönnum á mótssvæðum. XIX Management fyrirtækið er með Hamilton á sínum snærum, er umboðsaðili hans, en sér einnig um kappa eins og David Beckham.
Formúla Íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira