Vettel getur slegið met 24. september 2011 23:10 Sebastian Vetel eftir tímatökuna í dag í Singapúr. AP MYND: Eugene Hoshiko Sebastian Vettel var ánægður með árangurinn í tímatökunni í Singapúr í dag. Hann náði besta tíma og hefur ellefu sinnum verið fremstur á ráslínu í Formúlu 1 á þessu ári. Vettel getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn annað árið í röð ef úrslitin í kappakstrinum á sunnudag verða honum hagstæð. „Það hefði verið hægt að fara hraðar, en í heildina litið var þetta fulkominn tímataka og ég er mjög ánægður. Sérstaklega af því þetta er skemmtileg braut. Ögrandi verkefni og mjög erfitt", sagði Vettel á fréttamannafundi um tímatökuna í dag. „Það eru svo margar beygjur (23) og langur hringur sem þarf að raða öllu saman. Við lærðum á mistökum sem við gerðum í tímatökunni í fyrra og héldum haus. Náðum þessu í dag. Það er frábært. Við erum með tvö fremstu sætin á ráslínu. Sjáum hvað gerist á morgun. Þetta er mjög, mjög löng keppni", sagði Vettel. Árangur Vettel í tímatökum á einu ári er að nálgast með Nigel Mansell frá árinu 1992, en þá náði hann 14 sinnum að vera fremstur á ráslínu. Eftir mótið í Singapúr eru fimm mót eftir, þannig að Vettel getur slegið það met ef vel gengur. En er hann að spá í slíkt? „Nei. Það var óvenjulegt. Ég held að það hafi verið 1992 sem Nigel átti ótrúlegt ár. Gengi okkar er ekki slæmt á þessu ári, en það væri rangt að hugsa um þessa hluti. Það er löng keppni framundan á morgun. Þar fáum við stigin, ekki í tímatökunni, þannig að við einbeitum okkur að því", sagði Vettel. Bein útsending frá kappakstrinum á brautinni í Singapúr er kl. 11.30 á sunnudag á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá. Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel var ánægður með árangurinn í tímatökunni í Singapúr í dag. Hann náði besta tíma og hefur ellefu sinnum verið fremstur á ráslínu í Formúlu 1 á þessu ári. Vettel getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn annað árið í röð ef úrslitin í kappakstrinum á sunnudag verða honum hagstæð. „Það hefði verið hægt að fara hraðar, en í heildina litið var þetta fulkominn tímataka og ég er mjög ánægður. Sérstaklega af því þetta er skemmtileg braut. Ögrandi verkefni og mjög erfitt", sagði Vettel á fréttamannafundi um tímatökuna í dag. „Það eru svo margar beygjur (23) og langur hringur sem þarf að raða öllu saman. Við lærðum á mistökum sem við gerðum í tímatökunni í fyrra og héldum haus. Náðum þessu í dag. Það er frábært. Við erum með tvö fremstu sætin á ráslínu. Sjáum hvað gerist á morgun. Þetta er mjög, mjög löng keppni", sagði Vettel. Árangur Vettel í tímatökum á einu ári er að nálgast með Nigel Mansell frá árinu 1992, en þá náði hann 14 sinnum að vera fremstur á ráslínu. Eftir mótið í Singapúr eru fimm mót eftir, þannig að Vettel getur slegið það met ef vel gengur. En er hann að spá í slíkt? „Nei. Það var óvenjulegt. Ég held að það hafi verið 1992 sem Nigel átti ótrúlegt ár. Gengi okkar er ekki slæmt á þessu ári, en það væri rangt að hugsa um þessa hluti. Það er löng keppni framundan á morgun. Þar fáum við stigin, ekki í tímatökunni, þannig að við einbeitum okkur að því", sagði Vettel. Bein útsending frá kappakstrinum á brautinni í Singapúr er kl. 11.30 á sunnudag á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá.
Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira