Umfjöllun: Tvö töpuð stig gegn Belgíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Laugardalsvelli skrifar 21. september 2011 17:56 Hólmfríður Magnúsdóttir í leiknum í kvöld. Mynd/Vilhelm Ísland gerði í kvöld markalaust jafntefli við Belgíu í undankeppni EM 2013. Úrslitin eru afar svekkjandi, sérstaklega í ljósi góðrar byrjunar Íslands í riðlinum. Íslensku leikmennirnir stjórnuðu leiknum lengst af og fengu mörg góð færi til að skora. En allt kom fyrir ekki og Belgar, sem lögðu allt kapp á varnarleik í kvöld, fögnuðu stiginu vel og innilega. Það var snemma ljóst að dagsskipunin hjá Belgíu var að verjast. Gestirnir voru mjög þéttir fyrir og vörðust aftarlega á vellinum. Í föstum leikatriðum fóru svo allir leikmenn Belgíu inn í eigin vítateig og þar fram eftir götunum. En eftir 25 mínútna leik fóru stelpurnar að auka hraðann og þá kom hvert færið á fætur öðru. Það fyrsta fékk Hólmfríður Magnúsdóttir er hún hitti einfaldlega ekki boltann af stuttu færi og stuttu síðar lagði Margrét Lára upp tvö færi með stuttu millibili, fyrir Dóru Maríu og Söru Björk. Skot þeirra beggja misstu marks. Belgar fengu fáeinar skyndisóknir sem þó ekkert kom úr. Þær létu þó reyna á Þóru á markinu með nokkrum langskotum en meira var það ekki. Tæplega þrjú þúsund áhorfendur á Laugardalsvellinum fengu í raun meira af því sama í síðari hálfleik. Ísland var miklu mun meira með boltann, skapaði sér nokkur góð færi sem ekki tókst að nýta. Í raun var það ótrúlegt hversu sjaldan tókst að hitta markrammann. Það reyndi allt of lítið á markvörð Belgíu sem er mikil synd því oft á tíðum virkaði hún afar óörugg á boltann. Eitt besta færið í leiknum fékk Margrét Lára þegar hún lyfti boltanum yfir áðurnefndan markvörð sem var týnd í eigin vítateig eftir glórulaust úthlaup. Margrét Lára þurfti bara lyfta boltanum yfir hana og í markið en eins og svo oft áður hæfði hún ekki markið. Margrét Lára nýtir sjálfsagt níu af hverjum tíu færum af þessum toga en þetta var í raun saga leiksins. Sara Björk og Hallbera Guðný fengu líka báðar fín skotfæri í seinni hálfleik en þrátt fyrir að hafa verið nánast pressulausar í góðri stöðu voru skot þeirra hátt yfir mark gestanna. Úrslitin eru sérstaklega svekkjandi í ljósi þess að Ísland vann góðan sigur á betra liði um helgina (3-1 gegn Noregi). Stelpurnar mega ekki við því að misstíga sig aftur ætli þær sér að ná sínum markmiðum og vinna riðilinn og er óskandi að úrslitin í kvöld verði verði til þess að skerpa enn á leik liðsins í komandi verkefnum.Ísland - Belgía 0-0 Dómari: Christine Beck, Þýskalandi.Tölfræðin: Skot (á mark): 19-7 (4-3) Varin skot: Þóra 3 - Broos 4 Hornspyrnur: 11-3 Aukaspyrnur fengnar: 8-15 Rangstöður: 1-2 Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu blaðamanns Vísis á vellinum. Íslenski boltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Ísland gerði í kvöld markalaust jafntefli við Belgíu í undankeppni EM 2013. Úrslitin eru afar svekkjandi, sérstaklega í ljósi góðrar byrjunar Íslands í riðlinum. Íslensku leikmennirnir stjórnuðu leiknum lengst af og fengu mörg góð færi til að skora. En allt kom fyrir ekki og Belgar, sem lögðu allt kapp á varnarleik í kvöld, fögnuðu stiginu vel og innilega. Það var snemma ljóst að dagsskipunin hjá Belgíu var að verjast. Gestirnir voru mjög þéttir fyrir og vörðust aftarlega á vellinum. Í föstum leikatriðum fóru svo allir leikmenn Belgíu inn í eigin vítateig og þar fram eftir götunum. En eftir 25 mínútna leik fóru stelpurnar að auka hraðann og þá kom hvert færið á fætur öðru. Það fyrsta fékk Hólmfríður Magnúsdóttir er hún hitti einfaldlega ekki boltann af stuttu færi og stuttu síðar lagði Margrét Lára upp tvö færi með stuttu millibili, fyrir Dóru Maríu og Söru Björk. Skot þeirra beggja misstu marks. Belgar fengu fáeinar skyndisóknir sem þó ekkert kom úr. Þær létu þó reyna á Þóru á markinu með nokkrum langskotum en meira var það ekki. Tæplega þrjú þúsund áhorfendur á Laugardalsvellinum fengu í raun meira af því sama í síðari hálfleik. Ísland var miklu mun meira með boltann, skapaði sér nokkur góð færi sem ekki tókst að nýta. Í raun var það ótrúlegt hversu sjaldan tókst að hitta markrammann. Það reyndi allt of lítið á markvörð Belgíu sem er mikil synd því oft á tíðum virkaði hún afar óörugg á boltann. Eitt besta færið í leiknum fékk Margrét Lára þegar hún lyfti boltanum yfir áðurnefndan markvörð sem var týnd í eigin vítateig eftir glórulaust úthlaup. Margrét Lára þurfti bara lyfta boltanum yfir hana og í markið en eins og svo oft áður hæfði hún ekki markið. Margrét Lára nýtir sjálfsagt níu af hverjum tíu færum af þessum toga en þetta var í raun saga leiksins. Sara Björk og Hallbera Guðný fengu líka báðar fín skotfæri í seinni hálfleik en þrátt fyrir að hafa verið nánast pressulausar í góðri stöðu voru skot þeirra hátt yfir mark gestanna. Úrslitin eru sérstaklega svekkjandi í ljósi þess að Ísland vann góðan sigur á betra liði um helgina (3-1 gegn Noregi). Stelpurnar mega ekki við því að misstíga sig aftur ætli þær sér að ná sínum markmiðum og vinna riðilinn og er óskandi að úrslitin í kvöld verði verði til þess að skerpa enn á leik liðsins í komandi verkefnum.Ísland - Belgía 0-0 Dómari: Christine Beck, Þýskalandi.Tölfræðin: Skot (á mark): 19-7 (4-3) Varin skot: Þóra 3 - Broos 4 Hornspyrnur: 11-3 Aukaspyrnur fengnar: 8-15 Rangstöður: 1-2 Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu blaðamanns Vísis á vellinum.
Íslenski boltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira