Kobayashi: Mjög sérstök stemmning í Singapúr 21. september 2011 13:04 Japaninn Kamui Kobyashi keppir með Sauber liðinu frá Sviss. MYND: Sauber Motorsport AG Japaninn Kamui Kobayashi er eini ökumaðurinn sem keppir í Formúlu 1 sem er frá Asíu og hann vill ná góðum árangri í Singapúr um næstu helgi áður en hann keppir í Japan. Næsta mót á eftir keppninni í Singapúr er á Suzuka brautinni í Japan og verða því tvö mót í Asíu á dagskrá á næstunni. Sauber liðið lenti í vandræðum með gírkassana í bílum sínum í síðustu keppni, sem var á Monza brautinni á Ítalíu. En um helgina keppir Kobayashi á flóðlýstri braut í Singapúr og tekst á við 23 beygjur í hverjum hring. „Á síðasta ári vorum við nokkuð samkeppnisfærir í Singapúr. Ég komst í lokaumferð tímatökunnar, sem er góð minning. En útkoman í keppninni var ekki sú sama. Ég var í níunda sæti þegar ég gerði mistök á slitnum dekkjum og keyrði útaf" sagði Kobayashi í fréttatilkynningu frá Sauber. „Það er mjög sérstök stemmning í Singapúr, af því mótið fer fram í borginni og er að næturlagi, sem hvetur mig til dáða og ég nýt þess vel. Brautin í Singapúr er með mörgum beygjum, sem eru svipaðar og erfiðar að auki. Ég er með sjálfstraustið í lagi fyrir helgina og vill ná góðum árangri, af því þetta er síðasta mótið fyrir mótið á heimavelli mínum í Suzuka. Góð úrslit eru aukinn hvatning og veita manni styrk", sagði Kobayashi. Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Japaninn Kamui Kobayashi er eini ökumaðurinn sem keppir í Formúlu 1 sem er frá Asíu og hann vill ná góðum árangri í Singapúr um næstu helgi áður en hann keppir í Japan. Næsta mót á eftir keppninni í Singapúr er á Suzuka brautinni í Japan og verða því tvö mót í Asíu á dagskrá á næstunni. Sauber liðið lenti í vandræðum með gírkassana í bílum sínum í síðustu keppni, sem var á Monza brautinni á Ítalíu. En um helgina keppir Kobayashi á flóðlýstri braut í Singapúr og tekst á við 23 beygjur í hverjum hring. „Á síðasta ári vorum við nokkuð samkeppnisfærir í Singapúr. Ég komst í lokaumferð tímatökunnar, sem er góð minning. En útkoman í keppninni var ekki sú sama. Ég var í níunda sæti þegar ég gerði mistök á slitnum dekkjum og keyrði útaf" sagði Kobayashi í fréttatilkynningu frá Sauber. „Það er mjög sérstök stemmning í Singapúr, af því mótið fer fram í borginni og er að næturlagi, sem hvetur mig til dáða og ég nýt þess vel. Brautin í Singapúr er með mörgum beygjum, sem eru svipaðar og erfiðar að auki. Ég er með sjálfstraustið í lagi fyrir helgina og vill ná góðum árangri, af því þetta er síðasta mótið fyrir mótið á heimavelli mínum í Suzuka. Góð úrslit eru aukinn hvatning og veita manni styrk", sagði Kobayashi.
Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira