Áhorfandi handtekinn fyrir að kasta pylsu að Tiger Woods Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. október 2011 22:33 Tiger í mótinu í dag. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods virðist hafa náð sér þokklega á strik síðustu dagana en hann spilaði í dag á 68 höggum á Frys.com-mótinu á PGA-mótaröðinni, þriðja daginn í röð. Meiri athygli vakti þó að áhorfandi á mótinu var handtekinn fyrir að kasta pylsu í átt að kylfingnum. Woods var að pútta þegar að atvikið átti sér stað. Pylsan sjálf hafnaði á flötinni en brauðið komst ekki svo langt. Woods púttaði eins og ekkert hefði í skorist. Tiger er sem stendur í 28. sæti en síðust kylfingarnir eiga enn eftir að klára leik. Hann lék alls á 277 höggum og sjö höggum undir pari. Í gær tókst honum að spila annan daginn í röð undir 70 höggum og var það í fyrsta sinn sem það gerðist síðan í upphafi ársins. Hann gerði enn betur í dag og virðist því vera að komast á gott skrið á nýjan leik. Hann vann síðast mót á PGA-mótaröðinni árið 2009 og risamót síðast fyrir þremur árum. Í vikunni féll hann svo úr hópi 50 efstu kylfinga á heimslistanum í fyrsta sinn síðan 1996. Þegar þetta er skrifað hefur Bandaríkjamaðurinn Bryce Molder tveggja högga forystu á næstu kylfinga en mótinu lýkur í nótt. Fylgjast má með stöðunni hér. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger Woods virðist hafa náð sér þokklega á strik síðustu dagana en hann spilaði í dag á 68 höggum á Frys.com-mótinu á PGA-mótaröðinni, þriðja daginn í röð. Meiri athygli vakti þó að áhorfandi á mótinu var handtekinn fyrir að kasta pylsu í átt að kylfingnum. Woods var að pútta þegar að atvikið átti sér stað. Pylsan sjálf hafnaði á flötinni en brauðið komst ekki svo langt. Woods púttaði eins og ekkert hefði í skorist. Tiger er sem stendur í 28. sæti en síðust kylfingarnir eiga enn eftir að klára leik. Hann lék alls á 277 höggum og sjö höggum undir pari. Í gær tókst honum að spila annan daginn í röð undir 70 höggum og var það í fyrsta sinn sem það gerðist síðan í upphafi ársins. Hann gerði enn betur í dag og virðist því vera að komast á gott skrið á nýjan leik. Hann vann síðast mót á PGA-mótaröðinni árið 2009 og risamót síðast fyrir þremur árum. Í vikunni féll hann svo úr hópi 50 efstu kylfinga á heimslistanum í fyrsta sinn síðan 1996. Þegar þetta er skrifað hefur Bandaríkjamaðurinn Bryce Molder tveggja högga forystu á næstu kylfinga en mótinu lýkur í nótt. Fylgjast má með stöðunni hér.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira