Umfjöllun: Stórsigur KR-stúlkna á Keflavík Kolbeinn Tumi Daðason í DHL-höllinni skrifar 9. október 2011 18:30 Mynd/Stefán KR-stúlkur unnu í dag stórsigur á Keflavík í meistaraleik Körfuknattleikssambands Íslands. Lokatölurnar urðu 88-49 heimakonum í KR í vil í leik þar sem tvöfaldir meistarar Keflavíkur frá því í fyrra sáu aldrei til sólar. Gestirnir frá Keflavík skoruðu fyrstu fjögur stig leiksins í dag og virkuðu vel stemmdar. KR-stelpur, sem léku á heimavelli sínum, tóku þó fljótlega völdin og sigu fram úr. Liðið hafði sex stiga forskot 20-14 að loknum fyrsta leikhluta. Keflavíkurstúlkur reyndu hvað þær gátu að halda aftur af KR-ingum. Þær treystu þó of mikið á skot fyrir utan sem gekk ekki vel. Aðeins tvö af sautján þriggja stiga skotum þeirra í fyrri hálfleik rötuðu rétta leið. Staðan í hálfleik 42-26 KR í vil. KR-liðið hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik. Liðið skoraði níu fyrstu stig hálfleiksins og náði 25 stiga forystu. Fyrstu stig Keflavíkur í hálfleiknum komu þegar 4 mínútur og 45 sekúndur voru liðnar. Þriggja stiga karfa Sigrúnar Sjafnar Ámundadóttur í lok þriðja leikhluta sá til þess að KR hélt 25 stiga forskoti, 61-36. Þristurinn kom eftir sjö misheppnaðar tilraunir hennar fyrir utan en heimamenn fögnuðu körfunni jafnvel þrátt fyrir það. KR-stelpur héldu áfram að bæta forskotið í lokaleikhlutanum og unnu að lokum stórsigur, 88-49. Reyana Colson fór fyrir KR-liðinu hvort sem var í sókn eða vörn. Hún skoraði 22 stig auk þess að vera afar grimm í vörninni. Margrét Kara Sturludóttir, besti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra, átti einnig afar góðan leik. Kara skoraði 23 stig. Jaleesa Butler var atkvæðamest gestanna. Hún skoraði 16 stig auk þess að taka fjölmörg fráköst. Miklu munaði um fjarveru Birnu Valgarðsdóttur sem var ekki á skýrslu hjá gestunum í leiknum. Slæm þriggja stiga nýtni beggja liða vakti athygli undirritaðs. Heimakonur hittu úr 6 af 23 skotum sínum fyrir utan. Gestirnir reyndu jafn oft en hittu aðeins þrisvar. Þriggja stiga línan var nýverið færð utar sem virðist ætla að gera leikmönnum erfitt fyrir.Keflavík-KR 49-88 (26-42)Keflavík: Jaleesa Butler 16/20 fráköst/5 varin skot, Pálína Gunnlaugsdóttir 13/5 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 9, Aníta Eva Viðarsdóttir 3, Lovísa Falsdóttir 3, Hrund Jóhannsdóttir 3/7 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 2.KR: Reyana Colson 23/13 fráköst/7 stolnir, Margrét Kara Sturludóttir 22/10 fráköst/6 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 13/6 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 12/9 fráköst, Helga Einarsdóttir 5/6 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 4, Kristbjörg Pálsdóttir 3, Rannveig Ólafsdóttir 2, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 2, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 2. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira
KR-stúlkur unnu í dag stórsigur á Keflavík í meistaraleik Körfuknattleikssambands Íslands. Lokatölurnar urðu 88-49 heimakonum í KR í vil í leik þar sem tvöfaldir meistarar Keflavíkur frá því í fyrra sáu aldrei til sólar. Gestirnir frá Keflavík skoruðu fyrstu fjögur stig leiksins í dag og virkuðu vel stemmdar. KR-stelpur, sem léku á heimavelli sínum, tóku þó fljótlega völdin og sigu fram úr. Liðið hafði sex stiga forskot 20-14 að loknum fyrsta leikhluta. Keflavíkurstúlkur reyndu hvað þær gátu að halda aftur af KR-ingum. Þær treystu þó of mikið á skot fyrir utan sem gekk ekki vel. Aðeins tvö af sautján þriggja stiga skotum þeirra í fyrri hálfleik rötuðu rétta leið. Staðan í hálfleik 42-26 KR í vil. KR-liðið hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik. Liðið skoraði níu fyrstu stig hálfleiksins og náði 25 stiga forystu. Fyrstu stig Keflavíkur í hálfleiknum komu þegar 4 mínútur og 45 sekúndur voru liðnar. Þriggja stiga karfa Sigrúnar Sjafnar Ámundadóttur í lok þriðja leikhluta sá til þess að KR hélt 25 stiga forskoti, 61-36. Þristurinn kom eftir sjö misheppnaðar tilraunir hennar fyrir utan en heimamenn fögnuðu körfunni jafnvel þrátt fyrir það. KR-stelpur héldu áfram að bæta forskotið í lokaleikhlutanum og unnu að lokum stórsigur, 88-49. Reyana Colson fór fyrir KR-liðinu hvort sem var í sókn eða vörn. Hún skoraði 22 stig auk þess að vera afar grimm í vörninni. Margrét Kara Sturludóttir, besti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra, átti einnig afar góðan leik. Kara skoraði 23 stig. Jaleesa Butler var atkvæðamest gestanna. Hún skoraði 16 stig auk þess að taka fjölmörg fráköst. Miklu munaði um fjarveru Birnu Valgarðsdóttur sem var ekki á skýrslu hjá gestunum í leiknum. Slæm þriggja stiga nýtni beggja liða vakti athygli undirritaðs. Heimakonur hittu úr 6 af 23 skotum sínum fyrir utan. Gestirnir reyndu jafn oft en hittu aðeins þrisvar. Þriggja stiga línan var nýverið færð utar sem virðist ætla að gera leikmönnum erfitt fyrir.Keflavík-KR 49-88 (26-42)Keflavík: Jaleesa Butler 16/20 fráköst/5 varin skot, Pálína Gunnlaugsdóttir 13/5 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 9, Aníta Eva Viðarsdóttir 3, Lovísa Falsdóttir 3, Hrund Jóhannsdóttir 3/7 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 2.KR: Reyana Colson 23/13 fráköst/7 stolnir, Margrét Kara Sturludóttir 22/10 fráköst/6 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 13/6 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 12/9 fráköst, Helga Einarsdóttir 5/6 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 4, Kristbjörg Pálsdóttir 3, Rannveig Ólafsdóttir 2, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 2, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 2.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira