Sigur Button dugði ekki gegn Vettel í titilslagnum 9. október 2011 11:54 Jenson Button og Sebastian Vettel á verðlaunapallinum í Japan í dag. AP MYND: GREG BAKER Jenson Button vann japanska kappaksturinn á Suzuka brautinni í dag. Hann kom fyrstur í endmark á undan Fernando Alonso á Ferrari og Sebastian Vettel á Red Bull. Vettel tryggði sér heimsmeistaratitil ökumanna með árangri sínum í dag. Vettel var fremstur á ráslínu. Eftir ræsingu sótti Button að Vettel fyrir fyrstu beygju, en Vettel hafði sveigt bíl sínum til hægri og Button þurfti að keyra að hluta til út á grasflöt meðfram brautinni, til að forðast að lenda á Vettel. Lewis Hamilton á McLaren nýtti færið og komst framúr Button. Button gerði athugasemd við það sem hann taldi vera vísvitandi hindrun hjá Vettel. Dómarar mótsins skoðuðu málið á meðan keppni stóð, en töldu að Vettel hefði ekki brotið af sér og Vettel sagði eftir keppnina íi frétt á autosport.com að það hefði ekki verið ætlun sín að þvinga Button út á grasið. Button náði framúr Hamilton í sjötta hring og eftir að Button tók sitt annað þjónustuhlé kom hann inn á brautina rétt fyrir framan Vettel og var þá í fjórða sæti, en Vettel í því fimmta. Þá höfðu báðir ökumennirnir tekið tvö þjónustuhlé. Þegar ökumenninrnir fyrir framan þá í röðinni höfðu farið í sitt annað þjónustuhlé hver af öðrum var orðinn Button fyrstur á ný, á undan Vettel. Öryggsibíllinn þurfti að koma út á brautina, eftir lítilsháttar samstuð á milli Felipe Massa á Ferrari og Hamilton, þar sem fjarlæga þurfti hluti sem voru á brautinni eftir skellinn. Button hélt forystunni eftir að keppnin var sett á fulla ferð á ný. Þegar að ökumennirnir sem höfðu verið í fremstu röð í mótinu höfðu allir tekið þriðja og síðasta þjónustuhléið sitt var Button enn fyrstur, en Alonso hafði náði framúr Vettel. Button lét engan bilbug á sér finna á lokasprettinum og kom fyrstur í endamark og Alonso og Vettel komu á eftir honum. Vettel þurfti aðeins eitt stig fyrir mótið í Japan til að tryggja sér meistaratitilinn, en fékk 15 stig fyrir þriðja sætið. Hann innsiglaði þannig annan meistaratitilinn í röð og er yngsti ökumaðurinn sögunnar til að verða meistari í tvígang, eftir að hafa verið sá yngsti til að vinna meistaratitil í fyrra. Red Bull tókst ekki að ekki að tryggja sér meistaratitil bílsmiða í dag, eins og möguleiki var á ef úrslitin hefðu verið liðinu hagstæð í dag. Red Bull er með 130 stiga forskot á McLaren í stigamóti bílasmiða þegar fjórum mótum er ólokið. Næsta mót er Í Suður Kóreu um næstu helgi. Tímarnir og stigin af autosport.com. Lokastaðan í Japan 1. Button McLaren-Mercedes 1:30:53.427 2. Alonso Ferrari + 1.160 3. Vettel Red Bull-Renault + 2.006 4. Webber Red Bull-Renault + 8.071 5. Hamilton McLaren-Mercedes + 24.268 6. Schumacher Mercedes + 27.120 7. Massa Ferrari + 28.240 8. Perez Sauber-Ferrari + 39.377 9. Petrov Renault + 42.607 10. Rosberg Mercedes + 44.322 Stigastaðan Ökumenn Bílasmiðir 1. Vettel 324 1. Red Bull-Renault 518 2. Button 210 2. McLaren-Mercedes 388 3. Alonso 202 3. Ferrari 292 4. Webber 194 4. Mercedes 123 5. Hamilton 178 5. Renault 72 6. Massa 90 6. Force India-Mercedes 48 7. Rosberg 63 7. Sauber-Ferrari 40 8. Schumacher 60 8. Toro Rosso-Ferrari 29 9. Petrov 36 9. Williams-Cosworth 5 Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Jenson Button vann japanska kappaksturinn á Suzuka brautinni í dag. Hann kom fyrstur í endmark á undan Fernando Alonso á Ferrari og Sebastian Vettel á Red Bull. Vettel tryggði sér heimsmeistaratitil ökumanna með árangri sínum í dag. Vettel var fremstur á ráslínu. Eftir ræsingu sótti Button að Vettel fyrir fyrstu beygju, en Vettel hafði sveigt bíl sínum til hægri og Button þurfti að keyra að hluta til út á grasflöt meðfram brautinni, til að forðast að lenda á Vettel. Lewis Hamilton á McLaren nýtti færið og komst framúr Button. Button gerði athugasemd við það sem hann taldi vera vísvitandi hindrun hjá Vettel. Dómarar mótsins skoðuðu málið á meðan keppni stóð, en töldu að Vettel hefði ekki brotið af sér og Vettel sagði eftir keppnina íi frétt á autosport.com að það hefði ekki verið ætlun sín að þvinga Button út á grasið. Button náði framúr Hamilton í sjötta hring og eftir að Button tók sitt annað þjónustuhlé kom hann inn á brautina rétt fyrir framan Vettel og var þá í fjórða sæti, en Vettel í því fimmta. Þá höfðu báðir ökumennirnir tekið tvö þjónustuhlé. Þegar ökumenninrnir fyrir framan þá í röðinni höfðu farið í sitt annað þjónustuhlé hver af öðrum var orðinn Button fyrstur á ný, á undan Vettel. Öryggsibíllinn þurfti að koma út á brautina, eftir lítilsháttar samstuð á milli Felipe Massa á Ferrari og Hamilton, þar sem fjarlæga þurfti hluti sem voru á brautinni eftir skellinn. Button hélt forystunni eftir að keppnin var sett á fulla ferð á ný. Þegar að ökumennirnir sem höfðu verið í fremstu röð í mótinu höfðu allir tekið þriðja og síðasta þjónustuhléið sitt var Button enn fyrstur, en Alonso hafði náði framúr Vettel. Button lét engan bilbug á sér finna á lokasprettinum og kom fyrstur í endamark og Alonso og Vettel komu á eftir honum. Vettel þurfti aðeins eitt stig fyrir mótið í Japan til að tryggja sér meistaratitilinn, en fékk 15 stig fyrir þriðja sætið. Hann innsiglaði þannig annan meistaratitilinn í röð og er yngsti ökumaðurinn sögunnar til að verða meistari í tvígang, eftir að hafa verið sá yngsti til að vinna meistaratitil í fyrra. Red Bull tókst ekki að ekki að tryggja sér meistaratitil bílsmiða í dag, eins og möguleiki var á ef úrslitin hefðu verið liðinu hagstæð í dag. Red Bull er með 130 stiga forskot á McLaren í stigamóti bílasmiða þegar fjórum mótum er ólokið. Næsta mót er Í Suður Kóreu um næstu helgi. Tímarnir og stigin af autosport.com. Lokastaðan í Japan 1. Button McLaren-Mercedes 1:30:53.427 2. Alonso Ferrari + 1.160 3. Vettel Red Bull-Renault + 2.006 4. Webber Red Bull-Renault + 8.071 5. Hamilton McLaren-Mercedes + 24.268 6. Schumacher Mercedes + 27.120 7. Massa Ferrari + 28.240 8. Perez Sauber-Ferrari + 39.377 9. Petrov Renault + 42.607 10. Rosberg Mercedes + 44.322 Stigastaðan Ökumenn Bílasmiðir 1. Vettel 324 1. Red Bull-Renault 518 2. Button 210 2. McLaren-Mercedes 388 3. Alonso 202 3. Ferrari 292 4. Webber 194 4. Mercedes 123 5. Hamilton 178 5. Renault 72 6. Massa 90 6. Force India-Mercedes 48 7. Rosberg 63 7. Sauber-Ferrari 40 8. Schumacher 60 8. Toro Rosso-Ferrari 29 9. Petrov 36 9. Williams-Cosworth 5
Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira