Tiger spilaði vel annan daginn í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. október 2011 12:15 Tiger Woods í mótinu í gær. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods lék þriðja hringinn á Frys.com-mótinu á PGA-mótaröðinni á 68 höggum í gær, rétt eins og hann gerði á öðrum keppnisdegi. Er það í fyrsta sinn síðan í upphafi ársins sem hann spilar undir 70 höggum tvo daga í röð. Árangurinn dugar þó Woods ekki til að blanda sér í toppbaráttuna en hann er nú í 38. sæti ásamt fleiri kylfingum á fjórum höggum undir pari samanlagt. Bandaríkjamaðurinn Briny Baird er í efsta sæti fyrir lokadaginn á þrettán höggum undir pari. Hann spilaði stórkostlega í gær og skilaði sér í hús á 64 höggum. Paul Casey frá Englandi og Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els koma næstir á ellefu höggum undir pari. Tiger er að spila á sínu fyrsta móti í sjö vikur en hann hefur verið frá vegna meiðsla. Hann vann síðast mót árið 2009 og hefur ekki unnið risamót í þrjú ár auk þess sem hann féll í vikunni úr hópi efstu 50 kylfinga á heimslistanum í fyrsta sinn í fimmtán ár. „Þetta er allt að koma núna,“ sagði hann. „Ég er að bæta mig á hverjum degi sem er hið besta mál. Það er augljóst að ég þarf að spila mjög vel á morgun (í dag), bæta mig mjög mikið, pútta vel og ná virkilega lágu skori.“ Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods lék þriðja hringinn á Frys.com-mótinu á PGA-mótaröðinni á 68 höggum í gær, rétt eins og hann gerði á öðrum keppnisdegi. Er það í fyrsta sinn síðan í upphafi ársins sem hann spilar undir 70 höggum tvo daga í röð. Árangurinn dugar þó Woods ekki til að blanda sér í toppbaráttuna en hann er nú í 38. sæti ásamt fleiri kylfingum á fjórum höggum undir pari samanlagt. Bandaríkjamaðurinn Briny Baird er í efsta sæti fyrir lokadaginn á þrettán höggum undir pari. Hann spilaði stórkostlega í gær og skilaði sér í hús á 64 höggum. Paul Casey frá Englandi og Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els koma næstir á ellefu höggum undir pari. Tiger er að spila á sínu fyrsta móti í sjö vikur en hann hefur verið frá vegna meiðsla. Hann vann síðast mót árið 2009 og hefur ekki unnið risamót í þrjú ár auk þess sem hann féll í vikunni úr hópi efstu 50 kylfinga á heimslistanum í fyrsta sinn í fimmtán ár. „Þetta er allt að koma núna,“ sagði hann. „Ég er að bæta mig á hverjum degi sem er hið besta mál. Það er augljóst að ég þarf að spila mjög vel á morgun (í dag), bæta mig mjög mikið, pútta vel og ná virkilega lágu skori.“
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira