Tiger ánægður með að komast áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. október 2011 15:30 Tiger Woods í mótinu í gær. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods komst í gær í gegnum niðurskurðinn á móti í PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum í gær og var ánægður með þá niðurstöðu. Hætta varð leik í gær vegna þoku en Tiger náði að klára sitt og lék vel - á alls 68 höggum eða þremur undir pari vallarins. Hann náði sér ekki á strik á fyrsta keppnisdeginum er hann spilaði á 73 höggum en var nógu góður í gær til að komast áfram. Tiger hefur ekki unnið stórmót í golfi í þrjú ár og datt í vikunni í fyrsta sinn í fimmtán ár úr hópi efstu 50 kylfinga heims á heimslistanum. Hann er nú að keppa á sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni eftir sjö vikna fjarveru vegna meiðsla. Síðast lék hann á PGA-meistaramótinu í ágúst og komst þá ekki í gegnum niðurskurðinn. „Þetta er alltaf í vinnslu hjá manni,“ sagði Tiger við fréttamenn í gær. „Maður verður að sinna vinnunni á æfingasvæðinu heima hjá sér, spila svo vel á mótum og reyna að ná eins langt og mögulegt er.“ „Ég er aldrei hrifinn af því að missa af niðurskurðinum. Það þýðir að maður á ekki möguleika á að vinna mótið. En þessa helgina á enn ég möguleika á sigri.“ Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods komst í gær í gegnum niðurskurðinn á móti í PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum í gær og var ánægður með þá niðurstöðu. Hætta varð leik í gær vegna þoku en Tiger náði að klára sitt og lék vel - á alls 68 höggum eða þremur undir pari vallarins. Hann náði sér ekki á strik á fyrsta keppnisdeginum er hann spilaði á 73 höggum en var nógu góður í gær til að komast áfram. Tiger hefur ekki unnið stórmót í golfi í þrjú ár og datt í vikunni í fyrsta sinn í fimmtán ár úr hópi efstu 50 kylfinga heims á heimslistanum. Hann er nú að keppa á sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni eftir sjö vikna fjarveru vegna meiðsla. Síðast lék hann á PGA-meistaramótinu í ágúst og komst þá ekki í gegnum niðurskurðinn. „Þetta er alltaf í vinnslu hjá manni,“ sagði Tiger við fréttamenn í gær. „Maður verður að sinna vinnunni á æfingasvæðinu heima hjá sér, spila svo vel á mótum og reyna að ná eins langt og mögulegt er.“ „Ég er aldrei hrifinn af því að missa af niðurskurðinum. Það þýðir að maður á ekki möguleika á að vinna mótið. En þessa helgina á enn ég möguleika á sigri.“
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira