Tiger Woods í sögulægri lægð á heimslistanum Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 4. október 2011 11:30 Tiger Woods heldur áfram að hrapa niður heimslistann í golfi e AP Tiger Woods heldur áfram að hrapa niður heimslistann í golfi en bandaríski kylfingurinn er nú í 51. sæti. Woods, sem er 35 ára gamall, hefur sigrað á 14 risamótum á ferlinum en hann hefur ekki keppt frá því í ágúst á PGA mótaröðinni. Woods hafði náð þeim ótrúlega árangri að vera í hópi 50 efstu á heimslistanum í 778 vikur samfellt eða frá 13. okt. árið 1996 þegar hann var í 61. sæti listans. Luke Donald frá Englandi er efstur á heimslistanum og landi hans Lee Westwood er annar. Norður-Írinn Rory McIlroy er þriðji. Woods verður á meðal keppenda á Frys.com meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn og hann var nýverið valinn í bandaríska úrvalsliðið sem keppir í Forsetabikarnum gegn alþjóðlegu úrvalsliði kylfinga sem eru ekki frá Evrópu. Hann hefur ekki keppt á atvinnumóti eftir hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á PGA meistaramótinu sem fram fór um miðjan ágúst. Alls hefur Woods verið frá keppni í fjóra mánuði á þessu ári vegna meiðsla í hné og hásin. Hann komst ekki í úrslitakeppni PGA mótaraðarinnar í haust í fyrsta sinn á ferlinum. Síðasti sigur Woods á atvinnumóti kom árið 2009 en hann hefur unnið 71 mót á PGA mótaröðinni – og er hann þriðji sigursælasti kylfingurinn á mótaröðinni frá upphafi. Árangur hans á Evrópumótaröðinni er einnig einstakur en alls hefur hann unnið 38 mót og er hann sá þriðji sigursælasti frá upphafi. Staða efstu manna á heimslistanum: 1. Luke Donald 10.70 2. Lee Westwood 7.79 3. Rory McIlroy 7.35 4. Steve Stricker 6.56 5. Dustin Johnson 6.49 6. Martin Kaymer 6.34 7. Jason Day 5.94 8. Adam Scott 5.69 9. Matt Kuchar 5.61 10. Phil Mickelson 5.59 11. Nick Watney 5.37 12. Charl Schwartzel 4.93 13. Webb Simpson 4.91 14. Graeme McDowell 4.73 15. KJ Choi 4.70 16. Bubba Watson 4.38 17. Justin Rose 4.23 18. David Toms 4.16 19. Hunter Mahan 4.14 20. Paul Casey 3.96 Golf Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods heldur áfram að hrapa niður heimslistann í golfi en bandaríski kylfingurinn er nú í 51. sæti. Woods, sem er 35 ára gamall, hefur sigrað á 14 risamótum á ferlinum en hann hefur ekki keppt frá því í ágúst á PGA mótaröðinni. Woods hafði náð þeim ótrúlega árangri að vera í hópi 50 efstu á heimslistanum í 778 vikur samfellt eða frá 13. okt. árið 1996 þegar hann var í 61. sæti listans. Luke Donald frá Englandi er efstur á heimslistanum og landi hans Lee Westwood er annar. Norður-Írinn Rory McIlroy er þriðji. Woods verður á meðal keppenda á Frys.com meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn og hann var nýverið valinn í bandaríska úrvalsliðið sem keppir í Forsetabikarnum gegn alþjóðlegu úrvalsliði kylfinga sem eru ekki frá Evrópu. Hann hefur ekki keppt á atvinnumóti eftir hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á PGA meistaramótinu sem fram fór um miðjan ágúst. Alls hefur Woods verið frá keppni í fjóra mánuði á þessu ári vegna meiðsla í hné og hásin. Hann komst ekki í úrslitakeppni PGA mótaraðarinnar í haust í fyrsta sinn á ferlinum. Síðasti sigur Woods á atvinnumóti kom árið 2009 en hann hefur unnið 71 mót á PGA mótaröðinni – og er hann þriðji sigursælasti kylfingurinn á mótaröðinni frá upphafi. Árangur hans á Evrópumótaröðinni er einnig einstakur en alls hefur hann unnið 38 mót og er hann sá þriðji sigursælasti frá upphafi. Staða efstu manna á heimslistanum: 1. Luke Donald 10.70 2. Lee Westwood 7.79 3. Rory McIlroy 7.35 4. Steve Stricker 6.56 5. Dustin Johnson 6.49 6. Martin Kaymer 6.34 7. Jason Day 5.94 8. Adam Scott 5.69 9. Matt Kuchar 5.61 10. Phil Mickelson 5.59 11. Nick Watney 5.37 12. Charl Schwartzel 4.93 13. Webb Simpson 4.91 14. Graeme McDowell 4.73 15. KJ Choi 4.70 16. Bubba Watson 4.38 17. Justin Rose 4.23 18. David Toms 4.16 19. Hunter Mahan 4.14 20. Paul Casey 3.96
Golf Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira