Vettel vann og Red Bull liðið tryggði sér meistaratitil bílasmiða 16. október 2011 10:08 Christian Horner, yfirmaður Red Bull liðsins og Sebastian Vettel fagna árangrinum í dag. AP MYND: Lee Jin-man Sebastian Vettel vann sinn tíunda sigur í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili í dag. Hann kom fyrstur í endamark á kappakstursbrautinni í Yeongam í Suður Kóreu. Lewis Hamilton á McLaren varð í öðru sæti í mótinu og Mark Webber á Red Bull þriðji. Með árangri ökumanna Red Bull liðsins í dag hefur liðið tryggt sér meistaratitil bílasmiða annað árið í röð. Hamilton var fremstur á ráslínu í mótinu í dag, en Vettel komst framúr Hamilton í fyrsta hring og var Vettel í forystuhlutverki meira og minna eftir það, nema þegar staðan riðlaðist þegar ökumenn tóku þjónustuhlé til dekkjaskipta. Vettel kom liðlega 12 sekúndum á undan Hamilton í endmark. Vettel tryggði sér titil ökumanna um síðustu helgi, en ennþá er barátta um annað sætið í stigamóti ökumanna. Fjórir ökumenn eiga möguleika á öðru sætinu, þegar þremur mótum er ólokið í Formúlu 1. Næsta mót verður á nýrri braut í Indlandi eftir hálfan mánuð. Lokastaðan í mótinu í dag af autosport.com 1. Vettel Red Bull-Renault 1:30:01.994 2. Hamilton McLaren-Mercedes + 12.019 3. Webber Red Bull-Renault + 12.477 4. Button McLaren-Mercedes + 14.694 5. Alonso Ferrari + 15.689 6. Massa Ferrari + 25.133 7. Alguersuari Toro Rosso-Ferrari + 49.538 8. Rosberg Mercedes + 54.053 9. Buemi Toro Rosso-Ferrari + 1:02.762 10. Di Resta Force India-Mercedes + 1:08.602 Stig ökumanna Stig bílasmiða 1. Vettel 349 1. Red Bull-Renault 558 2. Button 222 2. McLaren-Mercedes 418 3. Alonso 212 3. Ferrari 310 4. Webber 209 4. Mercedes 127 5. Hamilton 196 5. Renault 72 6. Massa 98 6. Force India-Mercedes 49 7. Rosberg 67 7. Sauber-Ferrari 40 8. Schumacher 60 8. Toro Rosso-Ferrari 37 Formúla Íþróttir Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Sebastian Vettel vann sinn tíunda sigur í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili í dag. Hann kom fyrstur í endamark á kappakstursbrautinni í Yeongam í Suður Kóreu. Lewis Hamilton á McLaren varð í öðru sæti í mótinu og Mark Webber á Red Bull þriðji. Með árangri ökumanna Red Bull liðsins í dag hefur liðið tryggt sér meistaratitil bílasmiða annað árið í röð. Hamilton var fremstur á ráslínu í mótinu í dag, en Vettel komst framúr Hamilton í fyrsta hring og var Vettel í forystuhlutverki meira og minna eftir það, nema þegar staðan riðlaðist þegar ökumenn tóku þjónustuhlé til dekkjaskipta. Vettel kom liðlega 12 sekúndum á undan Hamilton í endmark. Vettel tryggði sér titil ökumanna um síðustu helgi, en ennþá er barátta um annað sætið í stigamóti ökumanna. Fjórir ökumenn eiga möguleika á öðru sætinu, þegar þremur mótum er ólokið í Formúlu 1. Næsta mót verður á nýrri braut í Indlandi eftir hálfan mánuð. Lokastaðan í mótinu í dag af autosport.com 1. Vettel Red Bull-Renault 1:30:01.994 2. Hamilton McLaren-Mercedes + 12.019 3. Webber Red Bull-Renault + 12.477 4. Button McLaren-Mercedes + 14.694 5. Alonso Ferrari + 15.689 6. Massa Ferrari + 25.133 7. Alguersuari Toro Rosso-Ferrari + 49.538 8. Rosberg Mercedes + 54.053 9. Buemi Toro Rosso-Ferrari + 1:02.762 10. Di Resta Force India-Mercedes + 1:08.602 Stig ökumanna Stig bílasmiða 1. Vettel 349 1. Red Bull-Renault 558 2. Button 222 2. McLaren-Mercedes 418 3. Alonso 212 3. Ferrari 310 4. Webber 209 4. Mercedes 127 5. Hamilton 196 5. Renault 72 6. Massa 98 6. Force India-Mercedes 49 7. Rosberg 67 7. Sauber-Ferrari 40 8. Schumacher 60 8. Toro Rosso-Ferrari 37
Formúla Íþróttir Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira