Nýr tölvuleikur Plain Vanilla seldur hjá Apple 11. október 2011 14:41 Íslenska leikjafyrirtækið Plain Vanilla hefur tilkynnt að nýr tölvuleikur þess, The Moogies, sem ætlaður er fyrir iPhone, iPad og iPod touch verði á næstunni settur á markað í Apple netversluninni. Plain Vanilla hefur hannað og framleitt leikinn hér á landi í samvinnu við bandaríska tölvuleikjaútgefandann Chillingo. Í tilkynningu segir að The Moogies sé ný tölvuleikjasería fyrir börn sem settur verður á markað í nóvember og einungis seldur í Apple netversluninni Hugmyndin að baki Moogies var að framleiða skemmtilega og örugga skemmtun fyrir tveggja til sex ára börn. Engar auglýsingar, sölukynningar eða tengingar í annað eru í "The Moogies". Að sögn Chris Byatte, framkvæmdastjóra Chillingo vakti hönnun og framsetning leiksins strax hrifningu innan fyrirtækisins og var ákveðið eftir fyrstu kynningu Plain Vanilla að vinna að því að koma leiknum í Apple netverslunina. "Við erum stolt af því að taka þátt í kynningu þessa leiks með Plain Vanilla, það er ljóst að innan þessa fyrirtækis búa miklir hæfileikar. Börn og foreldrar eiga örugglega eftir að njóta þess saman í ríkum mæli að spila leikinn enda er hann er virkilega vandaður, litríkur, lifandi og skemmtilegur. Mjög gott forrit sem hentar afskaplega vel í iPad, iPod touch og iPhone," segir Byatte í tilkynningunni. Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fleiri fréttir Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Íslenska leikjafyrirtækið Plain Vanilla hefur tilkynnt að nýr tölvuleikur þess, The Moogies, sem ætlaður er fyrir iPhone, iPad og iPod touch verði á næstunni settur á markað í Apple netversluninni. Plain Vanilla hefur hannað og framleitt leikinn hér á landi í samvinnu við bandaríska tölvuleikjaútgefandann Chillingo. Í tilkynningu segir að The Moogies sé ný tölvuleikjasería fyrir börn sem settur verður á markað í nóvember og einungis seldur í Apple netversluninni Hugmyndin að baki Moogies var að framleiða skemmtilega og örugga skemmtun fyrir tveggja til sex ára börn. Engar auglýsingar, sölukynningar eða tengingar í annað eru í "The Moogies". Að sögn Chris Byatte, framkvæmdastjóra Chillingo vakti hönnun og framsetning leiksins strax hrifningu innan fyrirtækisins og var ákveðið eftir fyrstu kynningu Plain Vanilla að vinna að því að koma leiknum í Apple netverslunina. "Við erum stolt af því að taka þátt í kynningu þessa leiks með Plain Vanilla, það er ljóst að innan þessa fyrirtækis búa miklir hæfileikar. Börn og foreldrar eiga örugglega eftir að njóta þess saman í ríkum mæli að spila leikinn enda er hann er virkilega vandaður, litríkur, lifandi og skemmtilegur. Mjög gott forrit sem hentar afskaplega vel í iPad, iPod touch og iPhone," segir Byatte í tilkynningunni.
Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fleiri fréttir Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira