Vettel fremstur á ráslínu í þrettánda skipti og Red Bull sló met 29. október 2011 11:35 Sebastian Vettel fagnar árangrinum í tímatökunni í dag. AP MYND: Gurinder Osan Sebastian Vettel á Red Bull náði besta tíma í Formúlu 1 tímatökunni á Buddh brautinni í Indlandi í dag. Lewis Hamilton var með næst besta tíma á McLaren og Mark Webber á Red Bull varð þriðji. Árangur Vettel þýðir að hann verður fremstur á ráslínu í þrettánda skipti í Formúlu 1 móti á árinu. Lewis Hamilton færist aftur um þrjú sæti á ráslínunni á morgun, þar sem dómarar á brautinni töldu hann hafa brotið af sér á fyrstu æfingu keppnisliða á föstudag. Hann ók of hratt þar sem gulum viðvörunarflöggum var veifað í brautinni og fékk þriggja sæta refsingu fyrir. Sama henti Sergio Perez hjá Sauber liðinu. Hamilton færist úr öðru sæti á ráslínunni fyrir kappaksturinn í það fimmta, en Webber færist upp í annað sætið, Fernando Alonso á Ferrari verður þriðji á ráslínu og Jenson Button á McLaren fjórði. Með árangrinum í dag hefur Red Bull liðið náð því að vera sextán sinnum fremst á ráslínu á keppnistímabilinu. Það er met í Formúlu 1 að keppnislið nái slíkum árangri í tímatökum á sama keppnistímabili. Auk þess að Vettel hefur verið þrettán sinnum verið fremstur á ráslínu á árinu hefur Mark Webber, liðsfélagi Vettel hjá Red Bull, þrisvar verið fremstur. Tímarnir af autosport.com 1. Sebastian Vettel Red Bull-Renault 1m24.178s 2. Lewis Hamilton McLaren-Mercedes 1m24.474s + 0.296 3. Mark Webber Red Bull-Renault 1m24.508s + 0.330 4. Fernando Alonso Ferrari 1m24.519s + 0.341 5. Jenson Button McLaren-Mercedes 1m24.950s + 0.772 6. Felipe Massa Ferrari 1m25.122s + 0.944 7. Nico Rosberg Mercedes 1m25.451s + 1.273 8. Adrian Sutil Force India-Mercedes engin tími 9. Sebastien Buemi Toro Rosso-Ferrari engin tími 10. Jaime Alguersuari Toro Rosso-Ferrari engin tími 11. Vitaly Petrov Renault 1m26.319s + 1.662 12. Michael Schumacher Mercedes 1m26.337s + 1.680 13. Paul di Resta Force India-Mercedes 1m26.503s + 1.846 14. Pastor Maldonado Williams-Cosworth 1m26.537s + 1.880 15. Bruno Senna Renault 1m26.651s + 1.994 16. Rubens Barrichello Williams-Cosworth 1m27.247s + 2.590 17. Sergio Perez Sauber-Ferrari 1m27.562s + 2.905 18. Kamui Kobayashi Sauber-Ferrari 1m27.876s + 1.687 19. Heikki Kovalainen Lotus-Renault 1m28.565s + 2.376 20. Jarno Trulli Lotus-Renault 1m28.752s + 2.563 21. Narain Karthikeyan HRT-Cosworth 1m30.216s + 4.027 22. Daniel Ricciardo HRT-Cosworth 1m30.238s + 4.049 23. Jerome D'Ambrosio Virgin-Cosworth 1m30.866s + 4.677 24. Timo Glock Virgin-Cosworth 1m34.046s + 7.857 Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel á Red Bull náði besta tíma í Formúlu 1 tímatökunni á Buddh brautinni í Indlandi í dag. Lewis Hamilton var með næst besta tíma á McLaren og Mark Webber á Red Bull varð þriðji. Árangur Vettel þýðir að hann verður fremstur á ráslínu í þrettánda skipti í Formúlu 1 móti á árinu. Lewis Hamilton færist aftur um þrjú sæti á ráslínunni á morgun, þar sem dómarar á brautinni töldu hann hafa brotið af sér á fyrstu æfingu keppnisliða á föstudag. Hann ók of hratt þar sem gulum viðvörunarflöggum var veifað í brautinni og fékk þriggja sæta refsingu fyrir. Sama henti Sergio Perez hjá Sauber liðinu. Hamilton færist úr öðru sæti á ráslínunni fyrir kappaksturinn í það fimmta, en Webber færist upp í annað sætið, Fernando Alonso á Ferrari verður þriðji á ráslínu og Jenson Button á McLaren fjórði. Með árangrinum í dag hefur Red Bull liðið náð því að vera sextán sinnum fremst á ráslínu á keppnistímabilinu. Það er met í Formúlu 1 að keppnislið nái slíkum árangri í tímatökum á sama keppnistímabili. Auk þess að Vettel hefur verið þrettán sinnum verið fremstur á ráslínu á árinu hefur Mark Webber, liðsfélagi Vettel hjá Red Bull, þrisvar verið fremstur. Tímarnir af autosport.com 1. Sebastian Vettel Red Bull-Renault 1m24.178s 2. Lewis Hamilton McLaren-Mercedes 1m24.474s + 0.296 3. Mark Webber Red Bull-Renault 1m24.508s + 0.330 4. Fernando Alonso Ferrari 1m24.519s + 0.341 5. Jenson Button McLaren-Mercedes 1m24.950s + 0.772 6. Felipe Massa Ferrari 1m25.122s + 0.944 7. Nico Rosberg Mercedes 1m25.451s + 1.273 8. Adrian Sutil Force India-Mercedes engin tími 9. Sebastien Buemi Toro Rosso-Ferrari engin tími 10. Jaime Alguersuari Toro Rosso-Ferrari engin tími 11. Vitaly Petrov Renault 1m26.319s + 1.662 12. Michael Schumacher Mercedes 1m26.337s + 1.680 13. Paul di Resta Force India-Mercedes 1m26.503s + 1.846 14. Pastor Maldonado Williams-Cosworth 1m26.537s + 1.880 15. Bruno Senna Renault 1m26.651s + 1.994 16. Rubens Barrichello Williams-Cosworth 1m27.247s + 2.590 17. Sergio Perez Sauber-Ferrari 1m27.562s + 2.905 18. Kamui Kobayashi Sauber-Ferrari 1m27.876s + 1.687 19. Heikki Kovalainen Lotus-Renault 1m28.565s + 2.376 20. Jarno Trulli Lotus-Renault 1m28.752s + 2.563 21. Narain Karthikeyan HRT-Cosworth 1m30.216s + 4.027 22. Daniel Ricciardo HRT-Cosworth 1m30.238s + 4.049 23. Jerome D'Ambrosio Virgin-Cosworth 1m30.866s + 4.677 24. Timo Glock Virgin-Cosworth 1m34.046s + 7.857
Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira