Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson tryggði sér í dag þáttökurétt á öðru stigi úrtökumótaraðar PGA-mótaraðarinnar. Birgir Leifur lék á 74 höggum í dag og það dugði til.
Birgir Leifur var samtals á tveim höggum yfir pari en kylfingar sem léku á þrem höggum yfir pari komast á næsta úrtökumót. Það mátti því ekki mikið tæpara standa hjá Birgi en vel gert engu að síður.
Hringurinn í dag var hans lakasti en hann lék tvo hringi á 73 höggum og einn hring á 70 höggum.
Birgir Leifur komst áfram
