Ný Formúlu 1 braut í Indlandi kostaði 300 miljónir Bandaríkjadala 27. október 2011 19:15 Buddh brautin er hönnuð af Hermann Tilke. AP MYND: Luca Bruno Nú Formúlu 1 braut verður notuð af Formúlu 1 liðum í keppni í fyrsta skipri á Indlandi á sunnudaginn, en hún er staðsett í 50 km fjarlægð frá miðhluta Nýju Delí og kallast brautin Buddh. Brautin var hönnuð af Hermann Tilke og fyrirtæki hans og er áætlað að það hafi kostað 300 miljónir Bandaríkjadala (nærri 34 miljarða íslenskra króna) að koma henni í gagnið samkvæmt upplýsingum frá FIA. Buddh brautin er 5.137 km að lengd og verða eknir 60 hringir í kappakstrinunm á sunnudag. Einn indverskur ökumaður verður meðal keppenda á sunnudag, en það er Narain Karthikeyan sem ekur með HRT liðinu í stað Viantonio Liuzzi. Liuzzi víkur sæti í mótinu um helgina fyrir Kartikeyan. Karun Chandok frá Indlandi mun aka bíl Lotus liðsins á æfingu á föstudag. Þá verður Force India liðið að venju að keppa, en liðið var stofnað Indverjanum Vijay Mallay árið 2007, en það er þó staðsett í Englandi. Ökumenn Force India eru Paul di Resta og Adrian Sutil. Karthikeyan sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag, ásamt fleiri ökumönnum og sagði m.a. að það væri raunhæft að komast mögulega í endmark og að slá við liðsfélaga sínum, en HRT liðið hefur ekki verið í toppslagnum frá stofun þess. Daniel Ricciardo ekur hinum HRT bílnum. „Þetta er söguleg og táknræn stund að indverskur ökumaður sé á ráslínunni. Það verður mikið af áhorfendum hérna. Ég vil njóta helgarinnar, skemmta mér og gera eins vel og ég get," sagði Karthikeyan m.a. á fundinum í dag. Karthikeyan sagði að föstudagurinn yrði stór dagur fyrir indverskar akstursiþróttir, en þá fara fyrstu æfingarnar fram á Buddh brautinni, sú fyrri kl. 10.00 að staðartíma, en seinni æfingin verður kl. 14.00. (Samkvæmt íslenskum tíma hefst fyrir æfingin kl. 04.30 á aðfaranótt föstudags, en sú seinni kl. 08.30) Ein æfing er á laugardag, ásamt tímatökunni og síðan er kappaksturinn á sunnudag. Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Nú Formúlu 1 braut verður notuð af Formúlu 1 liðum í keppni í fyrsta skipri á Indlandi á sunnudaginn, en hún er staðsett í 50 km fjarlægð frá miðhluta Nýju Delí og kallast brautin Buddh. Brautin var hönnuð af Hermann Tilke og fyrirtæki hans og er áætlað að það hafi kostað 300 miljónir Bandaríkjadala (nærri 34 miljarða íslenskra króna) að koma henni í gagnið samkvæmt upplýsingum frá FIA. Buddh brautin er 5.137 km að lengd og verða eknir 60 hringir í kappakstrinunm á sunnudag. Einn indverskur ökumaður verður meðal keppenda á sunnudag, en það er Narain Karthikeyan sem ekur með HRT liðinu í stað Viantonio Liuzzi. Liuzzi víkur sæti í mótinu um helgina fyrir Kartikeyan. Karun Chandok frá Indlandi mun aka bíl Lotus liðsins á æfingu á föstudag. Þá verður Force India liðið að venju að keppa, en liðið var stofnað Indverjanum Vijay Mallay árið 2007, en það er þó staðsett í Englandi. Ökumenn Force India eru Paul di Resta og Adrian Sutil. Karthikeyan sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag, ásamt fleiri ökumönnum og sagði m.a. að það væri raunhæft að komast mögulega í endmark og að slá við liðsfélaga sínum, en HRT liðið hefur ekki verið í toppslagnum frá stofun þess. Daniel Ricciardo ekur hinum HRT bílnum. „Þetta er söguleg og táknræn stund að indverskur ökumaður sé á ráslínunni. Það verður mikið af áhorfendum hérna. Ég vil njóta helgarinnar, skemmta mér og gera eins vel og ég get," sagði Karthikeyan m.a. á fundinum í dag. Karthikeyan sagði að föstudagurinn yrði stór dagur fyrir indverskar akstursiþróttir, en þá fara fyrstu æfingarnar fram á Buddh brautinni, sú fyrri kl. 10.00 að staðartíma, en seinni æfingin verður kl. 14.00. (Samkvæmt íslenskum tíma hefst fyrir æfingin kl. 04.30 á aðfaranótt föstudags, en sú seinni kl. 08.30) Ein æfing er á laugardag, ásamt tímatökunni og síðan er kappaksturinn á sunnudag.
Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira