"Við misstum tíma og stjórnvöld hafa klárlega spilað stóra rullu" Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. október 2011 19:00 Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að stjórnvöld hafi tapað dýrmætum tíma til að örva fjárfestingar á Íslandi að skapa skilyrði hagvaxtar. Þetta kemur fram í viðtali við Orra í nýjasta þættinum af Klinkinu, spjallþætti um viðskipti og efnahagsmál á viðskiptavef Stöðvar 2 og Vísis. „Umhverfið hefur ekki verið vinsamlegt. Erlendir fjárfestar fá skömm í hattinn og eru vændir um að hafa eitthvað misjafnt í huga, eins og þegar Alcoa féll frá því að reyna að reisa verksmiðju fyrir norðan, þá fengu þeir skömm í hattinn fyrir að hafa ekki meint neitt með þessu þrátt fyrir að hafa eytt í á annan milljarð króna í undirbúning. Þá má nefna Magma-málið, málefni Kínverjans (Huang Nubo innsk.blm) og fleira," segir Orri. Orri segir að það sé göfugt markmið að viljia fá sem best verð fyrir orkuna, hins vegar sé eitt að selja orkuna á sem bestu verði og annað að selja hana bara alls ekki. „Aðalatriðið er að það skiptir ekki máli hvort þetta heitir álverksmiðja, eða kísilverksmiðja, eða hvað það er, heldur viljum við bara sjá hluti fara af stað. Við misstum ákveðinn tíma og stjórnvöld hafa klárlega spilað stóra rullu í þessu. Bæði með því að skapa óöryggi meðal fjárfesta um hvers konar reglur gilda hérna, og með reglum um sameiginlegt umhverfismat, bæði fyrir norðan og sunnan, sem hefur tafið mjög ferlið. Núna eru miklu verri fjármögnunarmöguleikar í heiminum heldur en árið 2009 þegar allt átti í að geta hrokkið af stað. Þannig að ég held að stjórnvöld geti alls ekki falið sig gagnvart þessu," segir Orri. Sjá má bút úr fréttinni þar sem Orri fjallar um fjárfestingar í atvinnulífinu hér fyrir ofan. Sjá má viðtalið við hann í heild sinni hér.thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að stjórnvöld hafi tapað dýrmætum tíma til að örva fjárfestingar á Íslandi að skapa skilyrði hagvaxtar. Þetta kemur fram í viðtali við Orra í nýjasta þættinum af Klinkinu, spjallþætti um viðskipti og efnahagsmál á viðskiptavef Stöðvar 2 og Vísis. „Umhverfið hefur ekki verið vinsamlegt. Erlendir fjárfestar fá skömm í hattinn og eru vændir um að hafa eitthvað misjafnt í huga, eins og þegar Alcoa féll frá því að reyna að reisa verksmiðju fyrir norðan, þá fengu þeir skömm í hattinn fyrir að hafa ekki meint neitt með þessu þrátt fyrir að hafa eytt í á annan milljarð króna í undirbúning. Þá má nefna Magma-málið, málefni Kínverjans (Huang Nubo innsk.blm) og fleira," segir Orri. Orri segir að það sé göfugt markmið að viljia fá sem best verð fyrir orkuna, hins vegar sé eitt að selja orkuna á sem bestu verði og annað að selja hana bara alls ekki. „Aðalatriðið er að það skiptir ekki máli hvort þetta heitir álverksmiðja, eða kísilverksmiðja, eða hvað það er, heldur viljum við bara sjá hluti fara af stað. Við misstum ákveðinn tíma og stjórnvöld hafa klárlega spilað stóra rullu í þessu. Bæði með því að skapa óöryggi meðal fjárfesta um hvers konar reglur gilda hérna, og með reglum um sameiginlegt umhverfismat, bæði fyrir norðan og sunnan, sem hefur tafið mjög ferlið. Núna eru miklu verri fjármögnunarmöguleikar í heiminum heldur en árið 2009 þegar allt átti í að geta hrokkið af stað. Þannig að ég held að stjórnvöld geti alls ekki falið sig gagnvart þessu," segir Orri. Sjá má bút úr fréttinni þar sem Orri fjallar um fjárfestingar í atvinnulífinu hér fyrir ofan. Sjá má viðtalið við hann í heild sinni hér.thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira