Viðskipti innlent

Evrópusambandið stórmál í nýjum flokki

Hafsteinn Hauksson skrifar
"Mér finnst þetta stórmál," segir Guðmundur Steingrímsson um aðild Íslendinga að Evrópusambandinu.

"Mér heyrist margir af þeim sem ég er að tala við um nýtt framboð vera þeirrar skoðunar líka. Það verður ákveðið litróf í þessum skoðunum, en flokkurinn verður Evrópusinnaðri en ekki."

Guðmundur segir að Íslendingar eigi ekki að hræðast samvinnu við Evrópuþjóðirnar, heldur líta svo á að það sé líklegra en ekki að við eigum samleið inn í samvinnu Evrópuríkja, þó með þeim fyrirvara að samningurinn sem út úr aðildarviðræðum komi sé góður.

"Miðað við það sem ég hef heyrt úr samninganefndinni, og af þessum viðræðum, þá er ég alltaf bjartsýnni og bjartsýnni á að samningurinn sé góður."

Hægt er að sjá brot úr þættinum Klinkið í myndbandinu með fréttinni, þar sem Guðmundur ræðir um sýn hins nýja framboðs á Evrópumálin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×