Enn einn sigurinn hjá Vettel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. október 2011 11:08 Vettel í kappakstrinum í dag. Nordic Photos / Getty Images Þjóðverjinn Sebastian Vettel fagnaði í dag sigri í indverska kappakstrinum í Formúlu 1-mótaröðinni en hann var fyrir nokkru síðan búinn að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í ár. Þetta var fyrsti Formúlu 1-kappaksturinn sem fór fram í Indlandi en Vettel, sem var fremstur á ráspól í ræsingunni, hafði forystu allan kappaksturinn og var sigurinn í raun aldrei í hættu. Bretinn Jenson Button á McLaren varð annar en Fernando Alonso á Ferrari þriðji. Félagi Vettel hjá Red Bull, Ástralinn Mark Webber, varð fimmti en gamla kempan Michael Schumacher á Mercedes sjötti. Vettel vann í dag sinn ellefta sigur á árinu og þann fimmta í síðustu sex keppnum. Hann hefur aðeins tvisvar lent neðar en öðru sæti - einu sinni í þriðja og einu sinni í fjórða. Hann er með 134 stiga forystu á næsta ökuþór, Button, og því haft ótrúlega yfirburði á árinu. Tvær keppnir eru eftir á tímabilinu, í Abu Dhabi eftir tvær vikur og svo verður lokakeppnin í Brasilíu þann 27. nóvember. Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel fagnaði í dag sigri í indverska kappakstrinum í Formúlu 1-mótaröðinni en hann var fyrir nokkru síðan búinn að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í ár. Þetta var fyrsti Formúlu 1-kappaksturinn sem fór fram í Indlandi en Vettel, sem var fremstur á ráspól í ræsingunni, hafði forystu allan kappaksturinn og var sigurinn í raun aldrei í hættu. Bretinn Jenson Button á McLaren varð annar en Fernando Alonso á Ferrari þriðji. Félagi Vettel hjá Red Bull, Ástralinn Mark Webber, varð fimmti en gamla kempan Michael Schumacher á Mercedes sjötti. Vettel vann í dag sinn ellefta sigur á árinu og þann fimmta í síðustu sex keppnum. Hann hefur aðeins tvisvar lent neðar en öðru sæti - einu sinni í þriðja og einu sinni í fjórða. Hann er með 134 stiga forystu á næsta ökuþór, Button, og því haft ótrúlega yfirburði á árinu. Tvær keppnir eru eftir á tímabilinu, í Abu Dhabi eftir tvær vikur og svo verður lokakeppnin í Brasilíu þann 27. nóvember.
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira