Þórey Edda Elísdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands (FRÍ). Hún mun aðallega fást við verkefni sem miða að því að efla útbreiðslu frjálsra íþrótta. Þórey Edda mun einnig koma að undirbúningi Ólympíuhóps FRÍ fyrir leikana í London á næsta ári. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Frjálsíþróttasambandinu í kvöld.
Þórey Edda er landsmönnum vel kunn fyrir afrek sín í frjálsíþróttum. Hún á enn Norðurlandametið í stangarstökki, keppti á fimm heimsmeistaramótum og náði 6. sæti á mótinu í Edmonton 2001. Þórey Edda hefur einnig keppt á þrennum Ólympíuleikum og varð í 5. sæti á leikunum í Aþenu árið 2004.
Þórey Edda er með B.Sc. gráðu í byggingarverkfræði frá HÍ og er að ljúka mastersgráðu í umhverfisfræðum við HÍ. Þá hefur hún sinnt stangarstökksþjálfun frá 2008. Þórey Edda hefur átt sæti í Íþrótta- og afreksnefnd FRÍ frá 2010 og ennfremur á hún sæti í stjórn íslenskra Ólympíufara.
Þórey Edda hefur störf hjá Frjálsíþróttasambandinu

Mest lesið

Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm
Formúla 1



Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH
Íslenski boltinn


Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra
Íslenski boltinn



„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn