Miðborgarstjóri vill hærri framlög til landamæraeftirlits 3. nóvember 2011 10:02 Jakob Frímann Magnússon Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri, skorar á innanríkisráðuneytið að tryggja hærri fjárframlög til landamæraeftirlits „með hliðsjón af vaxandi tíðni erlendra glæpagengja," eins og hann orðar það í grein sinni sem hann birti í Fréttablaðinu í dag og á Vísi. Greinina skrifar Jakob Frímann vegna gagnrýni Paul F. Nikolov, fyrrverandi varaþingmanns, og birtist í Grapevine í síðustu viku. Þar gagnrýnir Nikolov málflutning Jakobs eins og hann kom fyrir í viðtali í fréttatíma RÚV 25. október síðastliðinn, þar sem Jakob sagði fulla ástæðu til þess að hafa varann á gagnvart glæpagengjum frá Búlgaríu og Rúmeníu. Tilefnið var ránið í úrverslun Michelsen. Í greininni biðst Jakob Frímann afsökunar og útskýrir orð sín frekar. „Hvers vegna nefndi ég glæpagengi frá Búlgaríu og Rúmeníu sérstaklega? Jú, sökum breytinga er taka gildi 1. jan n.k. og varða þessar þjóðir af einhverjum ástæðum sem hljóta að vera gildar. Það er heldur ekkert launungarmál að af öllum glæpagengjum Evrópuþjóða eru gengi umræddra landa talin hvað skæðust um þessar mundir," skrifar Jakob Frímann sem vonast til þess að geta rætt málið án þess að vera sakaður sérstaklega um kynþáttafordóma. Jakob skrifar „að það virðist hafa gleymst við hina umdeildu ákvarðanatöku um Schengen samninginn á sínum tíma að slíkt alþjóðlegt samstarf kallar á umtalsverða fjármuni. Um 700.000 einstaklingar af erlendu þjóðerni sækja Ísland heim árlega sem þýðir að umtalsverð tekjuaukning fyrir ríkissjóð hefur átt sér stað vegna erlendra gesta frá því að Schengen samningurinn var undirritaður. Skyldi aukning gjalda vegna þessa málaflokks hafa verið í samræmi við þessa miklu aukningu tekna? Hér gildir einu hvort breytingarnar um næstu áramót tengjast Evrópusambandinu eða Schengen." Þannig skorar miðborgarstjórinn á innanríkisáðuneytið að auka framlög til landamæraeftirlitsins því, eins og Jakob orðar það sjálfur: „Fyrstu krónu skattgreiðandans skal varið til að verja hann árásum eða innrásum. Sé öryggistilfinningu almennings á götum úti ábótavant, ber að endurskoða forgangsröðun ríkisins." Greinina má nálgast í viðhengi hér fyrir neðan. Rán í Michelsen 2011 Tengdar fréttir Dýr sparnaður Í opnu bréfi, stíluðu á mig í Reykjavík Grapevine, gerir fv. varaþingmaður VG, Paul Nikolov, athugasemd við orð mín í sjónvarpsfréttum RUV 25. október sl. og krefst afsökunarbeiðni vegna ummæla sem lúta að nauðsyn þess að efla eftirlit bæði lögreglu í miðborginni og þeirra sem ætlað er að fylgjast með ferðum hugsanlegra glæpagengja í Leifsstöð og víðar. Þetta var m.a. sagt í ljósi þess að um áramót verða breytingar á reglum er varða tvær Evrópuþjóðir. 3. nóvember 2011 06:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri, skorar á innanríkisráðuneytið að tryggja hærri fjárframlög til landamæraeftirlits „með hliðsjón af vaxandi tíðni erlendra glæpagengja," eins og hann orðar það í grein sinni sem hann birti í Fréttablaðinu í dag og á Vísi. Greinina skrifar Jakob Frímann vegna gagnrýni Paul F. Nikolov, fyrrverandi varaþingmanns, og birtist í Grapevine í síðustu viku. Þar gagnrýnir Nikolov málflutning Jakobs eins og hann kom fyrir í viðtali í fréttatíma RÚV 25. október síðastliðinn, þar sem Jakob sagði fulla ástæðu til þess að hafa varann á gagnvart glæpagengjum frá Búlgaríu og Rúmeníu. Tilefnið var ránið í úrverslun Michelsen. Í greininni biðst Jakob Frímann afsökunar og útskýrir orð sín frekar. „Hvers vegna nefndi ég glæpagengi frá Búlgaríu og Rúmeníu sérstaklega? Jú, sökum breytinga er taka gildi 1. jan n.k. og varða þessar þjóðir af einhverjum ástæðum sem hljóta að vera gildar. Það er heldur ekkert launungarmál að af öllum glæpagengjum Evrópuþjóða eru gengi umræddra landa talin hvað skæðust um þessar mundir," skrifar Jakob Frímann sem vonast til þess að geta rætt málið án þess að vera sakaður sérstaklega um kynþáttafordóma. Jakob skrifar „að það virðist hafa gleymst við hina umdeildu ákvarðanatöku um Schengen samninginn á sínum tíma að slíkt alþjóðlegt samstarf kallar á umtalsverða fjármuni. Um 700.000 einstaklingar af erlendu þjóðerni sækja Ísland heim árlega sem þýðir að umtalsverð tekjuaukning fyrir ríkissjóð hefur átt sér stað vegna erlendra gesta frá því að Schengen samningurinn var undirritaður. Skyldi aukning gjalda vegna þessa málaflokks hafa verið í samræmi við þessa miklu aukningu tekna? Hér gildir einu hvort breytingarnar um næstu áramót tengjast Evrópusambandinu eða Schengen." Þannig skorar miðborgarstjórinn á innanríkisáðuneytið að auka framlög til landamæraeftirlitsins því, eins og Jakob orðar það sjálfur: „Fyrstu krónu skattgreiðandans skal varið til að verja hann árásum eða innrásum. Sé öryggistilfinningu almennings á götum úti ábótavant, ber að endurskoða forgangsröðun ríkisins." Greinina má nálgast í viðhengi hér fyrir neðan.
Rán í Michelsen 2011 Tengdar fréttir Dýr sparnaður Í opnu bréfi, stíluðu á mig í Reykjavík Grapevine, gerir fv. varaþingmaður VG, Paul Nikolov, athugasemd við orð mín í sjónvarpsfréttum RUV 25. október sl. og krefst afsökunarbeiðni vegna ummæla sem lúta að nauðsyn þess að efla eftirlit bæði lögreglu í miðborginni og þeirra sem ætlað er að fylgjast með ferðum hugsanlegra glæpagengja í Leifsstöð og víðar. Þetta var m.a. sagt í ljósi þess að um áramót verða breytingar á reglum er varða tvær Evrópuþjóðir. 3. nóvember 2011 06:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Dýr sparnaður Í opnu bréfi, stíluðu á mig í Reykjavík Grapevine, gerir fv. varaþingmaður VG, Paul Nikolov, athugasemd við orð mín í sjónvarpsfréttum RUV 25. október sl. og krefst afsökunarbeiðni vegna ummæla sem lúta að nauðsyn þess að efla eftirlit bæði lögreglu í miðborginni og þeirra sem ætlað er að fylgjast með ferðum hugsanlegra glæpagengja í Leifsstöð og víðar. Þetta var m.a. sagt í ljósi þess að um áramót verða breytingar á reglum er varða tvær Evrópuþjóðir. 3. nóvember 2011 06:00